Umfjöllun og viðtöl: Þór - Haukar 65-76 | Haukar náðu heimavallarréttinum á ný Kristinn Páll Teitsson í Þorlákshöfn skrifar 21. mars 2016 22:00 Úr fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. vísir/ernir Haukar náðu heimavallarréttinum á ný með 76-65 sigri í öðrum leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn á útivelli í kvöld en eftir að hafa náð forskotinu strax í upphafi seinni hálfleiks héldu Haukar öruggu forskoti allt til leiksloka. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn af krafti og náðu þegar mest var ellefu stiga forskoti í upphafi annars leikhluta en þá tók Vance Hall, leikstjórnandi Þórs, leikinn í sínar hendur. Setti hann alls 14 af 23 stigum liðsins í leikhlutanum og tóku Þórsarar naumt forskot inn í hálfleikinn en í seinni hálfleik voru það gestirnir sem stjórnuðu leiknum. Tókst þeim að loka vel á Vance Hall sem þreyttist undir lok þriðja leikhluta eftir að hafa spilað allar mínúturnar fram að því. Liðsfélögum hans tókst ekki að stíga upp í fjórða leikhluta og fögnuðu Haukar að lokum 11 stiga sigri. Eftir nokkuð sannfærandi sigur Hauka í báðum leikjum liðanna í deildinni tókst Þórsurum að stela heimavallarréttinum í leik liðanna á föstudaginn síðastliðnum með þriggja stiga sigri á Ásvöllum. Þá misstu Haukamenn leikstjórnanda liðsins og einn besta leikstjórnanda deildarinnar í meiðsli í fyrsta leik einvígisins þegar Kári Jónsson fékk heilahristing eftir að hafa fengið Ragnar Nathanaelsson harkalega í bakið á sér. Það mátti greinilega sjá í fyrsta leikhluta að Haukarnir væru mættir til þess að taka heimaleikjaréttinn aftur. Brandon Mobley var afar öflugur í upphafi og tókst liðinu vel að halda aftur af skyttum Þórsara. Haukar tóku sjö stiga forskot inn í annan leikhluta 19-12 og bættu við forskotið á upphafsmínútum annars leikhluta. Fór munurinn þegar mest var upp í ellefu stig en þá tók Vance Hall málin í eigin hendur. Leikstjórnandi Þórs setti 14 af 23 stigum liðsins í öðrum leikhluta og hófu Þórsarar að saxa á forskot Hauka. Tókst þeim að ná forskotinu á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik 35-33. Varnarleikur Hauka tók aftur við sér í þriðja leikhluta og tókst þeim vel að loka á Vance Hall og með því allar sóknarlotur Þórsara í leiknum. Ragnar lenti í villuvandræðum snemma í leikhlutanum og tókst öðrum leikmönnum liðsins ekki að stíga upp í fjarveru Ragnars og Vance. Smátt og smátt náðu gestirnir að bæta við forskot sitt eftir því sem leið á leikhlutann og tóku Haukar átta stiga forskot inn í lokaleikhlutann en í fjórða leikhluta var sigurinn aldrei í hættu. Haukar héldu öruggu forskoti allt til leiksloka en næst komust Þórsarar þegar þeir minnkuðu muninn niður í sex stig skömmu fyrir leikslok. Þá settu Haukar aftur í gír og sigldu að lokum öruggum sigri heim. Vance Hall var stigahæstur í liði Þórs með 24 stig úr 21 skoti en Ragnar lauk leiknum með tvöfalda tvennu, 12 stig og 11 fráköst. Í liði gestanna var það Brandon Mobley sem var atkvæðamestur með 20 stig en Hjálmar Stefánsson sem kom inn fyrir Kára steig heldur betur upp og lauk leik með 17 stig og 9 fráköst.Þór Þ.-Haukar 65-76 (12-19, 23-14, 16-26, 14-17)Þór Þ.: Vance Michael Hall 24/6 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/11 fráköst/4 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Emil Karel Einarsson 4.Haukar: Brandon Mobley 20/9 fráköst, Hjálmar Stefánsson 17/9 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 13/4 fráköst, Kristinn Marinósson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/6 fráköst. Ívar: Munum djöflast áfram í Vance Hall „Þetta er auðvitað mikill léttir. Við vorum staðráðnir í að koma hérna í kvöld og jafna þetta einvígi,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, feginn að leikslokum. „Við töluðum um það í hálfleik að þótt við værum undir þá væri þetta leikurinn okkar. Við hefðum ekki spilað vel sóknarlega, það var of mikið hnoð í sóknarleiknum en um leið og við drógum Brandon út þá liðkaði um sóknarleikinn.“ Ívar sagði að það hefði gengið betur að undirbúa liðið fyrir leikinn án Kára í stað þess að missa hann í miðjum leik. „Það er erfitt að missa mann út, hvað þá lykilleikmann eins og Kára, í miðjum leik og það var betra að geta skipulagt þetta vitandi að hann yrði ekki með. Hjálmar var stórkostlegur í þessum leik, hann spilaði frábærlega í vörn.“ Leikplanið var að stöðva leikstjórnanda heimamanna í dag. „Vance Hall er núna búinn að spila 80. mínútur á nokkrum dögum og það er erfitt. Við vitum það og við munum djöflast í honum áfram. Þetta tekur á, sama hversu góður leikmaður þú ert. Hann var með tvo af bestu varnarmönnum deildarinnar á sér í dag og hann átti í erfiðleikum í dag.“ „Við töluðum um það fyrir leikinn að hann myndi líklegast þreytast og að við þyrftum bara að djöflast í honum. Hann var ekki eins snöggur í sínum hreyfingum undir lokin og við þurfum að spila á þessu áfram.“ Einar Árni: Vance Hall reyndi að axla ábyrgðina en fór fram úr sér„Við erum í einvígi gegn frábæru liði og ef einhver hélt að við myndum fá eitthvað gefins í þessu þá er það svo sannarlega ekki,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, svekktur að leikslokum í kvöld. „Ég sagði það fyrir leikina að þetta yrði járn í járn og að heimavöllurinn myndi ekki skipta öllu máli. Ég lít ekki þannig á það að okkur hafi verið skellt niður á jörðina. Við unnum fyrsta leikinn og við þurfum að vinna þrjá en í dag voru Haukarnir einfaldlega grimmari.“ Einar var ósáttur með sóknarleik liðsins sem var einfaldlega stirður þegar Vance Hall tókst ekki að galdra eitthvað fram upp á eigin spýtur. „Hann var allt of einhæfur og við erum meðvitaðir um. Við fengum ekki framlag frá nægilega mörgum og þetta er annar leikurinn í röð sem þetta gerist. Það vantar ekki skotin fyrir aðra leikmenn en það vantar að þau detti.“ Vance Hall lék allar 40. mínútur leiksins og virtist þreytast undir lok þriðja leikhluta. „Hann er vanur að spila 35-40. mínútur og þótt að þetta hafi verið harkalegur leikur fór hann of mikið að reyna hluti upp á eigin spýtur að mínu mati. Það kom til vegna þess að liðsfélagar hans voru ekki að ná sér á strik og hann ætlaði að axla ábyrgðina en fór fram úr sér.“ Haukar tóku sautján sóknarfráköst í leiknum gegn aðeins 26 varnarfráköstum hjá Þórsurum. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við gerðum mun betur í síðasta leik og í dag voru þeir bara mun grimmari. Þeir voru að taka fleiri fráköst og fengu auðveldar körfur upp úr því.“ Einar Árni sagðist ekki geta kvartað undan dómgæslunni en hann var ósáttur með framgöngu Brandon Mobley, leikmanns Hauka, í kvöld. „Ég ætla ekki að væla yfir dómurunum sem voru fínir en það eina sem ég er ósáttur með er hversu mikið erlendi leikmaðurinn þeirra fær að gera, bæði að tala við fólk og hvernig hann hagar sér. Það voru 2-3 atvik þarna sem ég vildi að það hefði verið tekið á,“ sagði Einar og bætti við: „Við erum ósáttir með þetta þótt að þetta tengist ekkert leiknum. Við kölluðum eftir því að það yrði fylgst betur með þessu án árangurs. Þetta er það eina sem ég get sett út á í kvöld.“ Einar sagðist ekki missa svefn yfir því að missa heimavallarréttinn í einvíginu. „Allt þetta tal um heimaleikjarétt er full mikið. Við vissum að við þyrftum að vinna einn leik á útivelli í einvíginu og staðan er sú sama núna eftir tvo leiki. Við höfum oft spilað betur á útivelli, við vorum betri á útivelli í deildinni og það hræðir mig ekkert að spila á útivelli. Þetta eru tvær körfur, einn bolti og áfram gakk sama hvar þú ert,“ sagði Einar sem sagðist hafa meiri áhyggjur af spilamennskunni. „Ég hef mun meiri áhyggjur af henni. Þetta eru tvö jöfn lið og ég held að þetta verði járn í járn það sem eftir er. Við munum bara einblína á næsta leik, fá framlag frá fleiri leikmönnum og ekkert hugsa út í heimavallarréttinn.“ „Þetta var frábært en það má gera betur. Við erum ekki að spila nægilega vel og vorum að hitta illa í kvöld,“ sagði Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, brattur að leikslokum. „Við komum inn í þetta einvígi til að vinna það og við mættum kannski með of mikið sjálfstraust í síðasta leik. Það var fínt að fá þennan skell og að byrja upp á nýtt eftir sigurhrinuna.“ Haukur hrósaði liðsfélögum sínum sem stigu upp í fjarveru Kára Jónssonar sem gat ekki tekið þátt í kvöld. „Ég tel að við séum með meiri breidd og eigum að geta unnið þessa leiki. Við fengum að vita það í dag að Kári yrði ekki með og Hjálmar kom inn og átti frábæran leik. Það var gott að vera með hávaxinn leikmann á Vance og þetta gekk mjög vel upp.“ Haukur hrósaði Vance Hall í hástert að leikslokum. „Þetta er mjög sterkur leikmaður, hann er góður á bolta og getur skorað helling í leikjum. Það er ásættanlegt að halda honum í 24 stigum en við viljum gera betur. Hann er lífið í sóknarleik þeirra og við reynum að stöðva það,“ sagði Haukur sem sagði hæðina nýtast liðinu vel í dag. „Við erum með hávaxið lið og það nýttist okkur í dag gegn honum. Emil, Hjálmar og Kári eru að ná að dekka hann vel og auðvitað fór hann að þreytast undir lokin. Hann er að spila 40. mínútur í leik og það er eðlilegt að þreytast.“ Haukur sagði að það væri léttir að ná fyrsta sigrinum í úrslitakeppninni. „Þetta er skemmtilegt einvígi en ég hef fulla trú á því að við siglum þessu heim. Maður verður auðvitað örlítið stressaður eftir tap í fyrsta leik en við erum í betra standi en í fyrra. Við lærðum mikið af leikjunum gegn Keflavík og við ætlum okkur lengra í vetur.“ Haukur: Vance er lífið í sóknarleik þeirra og við reynum að stöðva hann„Þetta var frábært en það má gera betur. Við erum ekki að spila nægilega vel og vorum að hitta illa í kvöld,“ sagði Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, brattur að leikslokum. „Við komum inn í þetta einvígi til að vinna það og við mættum kannski með of mikið sjálfstraust í síðasta leik. Það var fínt að fá þennan skell og að byrja upp á nýtt eftir sigurhrinuna.“ Haukur hrósaði liðsfélögum sínum sem stigu upp í fjarveru Kára Jónssonar sem gat ekki tekið þátt í kvöld. „Ég tel að við séum með meiri breidd og eigum að geta unnið þessa leiki. Við fengum að vita það í dag að Kári yrði ekki með og Hjálmar kom inn og átti frábæran leik. Það var gott að vera með hávaxinn leikmann á Vance og þetta gekk mjög vel upp.“ Haukur hrósaði Vance Hall í hástert að leikslokum. „Þetta er mjög sterkur leikmaður, hann er góður á bolta og getur skorað helling í leikjum. Það er ásættanlegt að halda honum í 24 stigum en við viljum gera betur. Hann er lífið í sóknarleik þeirra og við reynum að stöðva það,“ sagði Haukur sem sagði hæðina nýtast liðinu vel í dag. „Við erum með hávaxið lið og það nýttist okkur í dag gegn honum. Emil, Hjálmar og Kári eru að ná að dekka hann vel og auðvitað fór hann að þreytast undir lokin. Hann er að spila 40. mínútur í leik og það er eðlilegt að þreytast.“ Haukur sagði að það væri léttir að ná fyrsta sigrinum í úrslitakeppninni. „Þetta er skemmtilegt einvígi en ég hef fulla trú á því að við siglum þessu heim. Maður verður auðvitað örlítið stressaður eftir tap í fyrsta leik en við erum í betra standi en í fyrra. Við lærðum mikið af leikjunum gegn Keflavík og við ætlum okkur lengra í vetur.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Haukar náðu heimavallarréttinum á ný með 76-65 sigri í öðrum leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn á útivelli í kvöld en eftir að hafa náð forskotinu strax í upphafi seinni hálfleiks héldu Haukar öruggu forskoti allt til leiksloka. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn af krafti og náðu þegar mest var ellefu stiga forskoti í upphafi annars leikhluta en þá tók Vance Hall, leikstjórnandi Þórs, leikinn í sínar hendur. Setti hann alls 14 af 23 stigum liðsins í leikhlutanum og tóku Þórsarar naumt forskot inn í hálfleikinn en í seinni hálfleik voru það gestirnir sem stjórnuðu leiknum. Tókst þeim að loka vel á Vance Hall sem þreyttist undir lok þriðja leikhluta eftir að hafa spilað allar mínúturnar fram að því. Liðsfélögum hans tókst ekki að stíga upp í fjórða leikhluta og fögnuðu Haukar að lokum 11 stiga sigri. Eftir nokkuð sannfærandi sigur Hauka í báðum leikjum liðanna í deildinni tókst Þórsurum að stela heimavallarréttinum í leik liðanna á föstudaginn síðastliðnum með þriggja stiga sigri á Ásvöllum. Þá misstu Haukamenn leikstjórnanda liðsins og einn besta leikstjórnanda deildarinnar í meiðsli í fyrsta leik einvígisins þegar Kári Jónsson fékk heilahristing eftir að hafa fengið Ragnar Nathanaelsson harkalega í bakið á sér. Það mátti greinilega sjá í fyrsta leikhluta að Haukarnir væru mættir til þess að taka heimaleikjaréttinn aftur. Brandon Mobley var afar öflugur í upphafi og tókst liðinu vel að halda aftur af skyttum Þórsara. Haukar tóku sjö stiga forskot inn í annan leikhluta 19-12 og bættu við forskotið á upphafsmínútum annars leikhluta. Fór munurinn þegar mest var upp í ellefu stig en þá tók Vance Hall málin í eigin hendur. Leikstjórnandi Þórs setti 14 af 23 stigum liðsins í öðrum leikhluta og hófu Þórsarar að saxa á forskot Hauka. Tókst þeim að ná forskotinu á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik 35-33. Varnarleikur Hauka tók aftur við sér í þriðja leikhluta og tókst þeim vel að loka á Vance Hall og með því allar sóknarlotur Þórsara í leiknum. Ragnar lenti í villuvandræðum snemma í leikhlutanum og tókst öðrum leikmönnum liðsins ekki að stíga upp í fjarveru Ragnars og Vance. Smátt og smátt náðu gestirnir að bæta við forskot sitt eftir því sem leið á leikhlutann og tóku Haukar átta stiga forskot inn í lokaleikhlutann en í fjórða leikhluta var sigurinn aldrei í hættu. Haukar héldu öruggu forskoti allt til leiksloka en næst komust Þórsarar þegar þeir minnkuðu muninn niður í sex stig skömmu fyrir leikslok. Þá settu Haukar aftur í gír og sigldu að lokum öruggum sigri heim. Vance Hall var stigahæstur í liði Þórs með 24 stig úr 21 skoti en Ragnar lauk leiknum með tvöfalda tvennu, 12 stig og 11 fráköst. Í liði gestanna var það Brandon Mobley sem var atkvæðamestur með 20 stig en Hjálmar Stefánsson sem kom inn fyrir Kára steig heldur betur upp og lauk leik með 17 stig og 9 fráköst.Þór Þ.-Haukar 65-76 (12-19, 23-14, 16-26, 14-17)Þór Þ.: Vance Michael Hall 24/6 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/11 fráköst/4 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Emil Karel Einarsson 4.Haukar: Brandon Mobley 20/9 fráköst, Hjálmar Stefánsson 17/9 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 13/4 fráköst, Kristinn Marinósson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/6 fráköst. Ívar: Munum djöflast áfram í Vance Hall „Þetta er auðvitað mikill léttir. Við vorum staðráðnir í að koma hérna í kvöld og jafna þetta einvígi,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, feginn að leikslokum. „Við töluðum um það í hálfleik að þótt við værum undir þá væri þetta leikurinn okkar. Við hefðum ekki spilað vel sóknarlega, það var of mikið hnoð í sóknarleiknum en um leið og við drógum Brandon út þá liðkaði um sóknarleikinn.“ Ívar sagði að það hefði gengið betur að undirbúa liðið fyrir leikinn án Kára í stað þess að missa hann í miðjum leik. „Það er erfitt að missa mann út, hvað þá lykilleikmann eins og Kára, í miðjum leik og það var betra að geta skipulagt þetta vitandi að hann yrði ekki með. Hjálmar var stórkostlegur í þessum leik, hann spilaði frábærlega í vörn.“ Leikplanið var að stöðva leikstjórnanda heimamanna í dag. „Vance Hall er núna búinn að spila 80. mínútur á nokkrum dögum og það er erfitt. Við vitum það og við munum djöflast í honum áfram. Þetta tekur á, sama hversu góður leikmaður þú ert. Hann var með tvo af bestu varnarmönnum deildarinnar á sér í dag og hann átti í erfiðleikum í dag.“ „Við töluðum um það fyrir leikinn að hann myndi líklegast þreytast og að við þyrftum bara að djöflast í honum. Hann var ekki eins snöggur í sínum hreyfingum undir lokin og við þurfum að spila á þessu áfram.“ Einar Árni: Vance Hall reyndi að axla ábyrgðina en fór fram úr sér„Við erum í einvígi gegn frábæru liði og ef einhver hélt að við myndum fá eitthvað gefins í þessu þá er það svo sannarlega ekki,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, svekktur að leikslokum í kvöld. „Ég sagði það fyrir leikina að þetta yrði járn í járn og að heimavöllurinn myndi ekki skipta öllu máli. Ég lít ekki þannig á það að okkur hafi verið skellt niður á jörðina. Við unnum fyrsta leikinn og við þurfum að vinna þrjá en í dag voru Haukarnir einfaldlega grimmari.“ Einar var ósáttur með sóknarleik liðsins sem var einfaldlega stirður þegar Vance Hall tókst ekki að galdra eitthvað fram upp á eigin spýtur. „Hann var allt of einhæfur og við erum meðvitaðir um. Við fengum ekki framlag frá nægilega mörgum og þetta er annar leikurinn í röð sem þetta gerist. Það vantar ekki skotin fyrir aðra leikmenn en það vantar að þau detti.“ Vance Hall lék allar 40. mínútur leiksins og virtist þreytast undir lok þriðja leikhluta. „Hann er vanur að spila 35-40. mínútur og þótt að þetta hafi verið harkalegur leikur fór hann of mikið að reyna hluti upp á eigin spýtur að mínu mati. Það kom til vegna þess að liðsfélagar hans voru ekki að ná sér á strik og hann ætlaði að axla ábyrgðina en fór fram úr sér.“ Haukar tóku sautján sóknarfráköst í leiknum gegn aðeins 26 varnarfráköstum hjá Þórsurum. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við gerðum mun betur í síðasta leik og í dag voru þeir bara mun grimmari. Þeir voru að taka fleiri fráköst og fengu auðveldar körfur upp úr því.“ Einar Árni sagðist ekki geta kvartað undan dómgæslunni en hann var ósáttur með framgöngu Brandon Mobley, leikmanns Hauka, í kvöld. „Ég ætla ekki að væla yfir dómurunum sem voru fínir en það eina sem ég er ósáttur með er hversu mikið erlendi leikmaðurinn þeirra fær að gera, bæði að tala við fólk og hvernig hann hagar sér. Það voru 2-3 atvik þarna sem ég vildi að það hefði verið tekið á,“ sagði Einar og bætti við: „Við erum ósáttir með þetta þótt að þetta tengist ekkert leiknum. Við kölluðum eftir því að það yrði fylgst betur með þessu án árangurs. Þetta er það eina sem ég get sett út á í kvöld.“ Einar sagðist ekki missa svefn yfir því að missa heimavallarréttinn í einvíginu. „Allt þetta tal um heimaleikjarétt er full mikið. Við vissum að við þyrftum að vinna einn leik á útivelli í einvíginu og staðan er sú sama núna eftir tvo leiki. Við höfum oft spilað betur á útivelli, við vorum betri á útivelli í deildinni og það hræðir mig ekkert að spila á útivelli. Þetta eru tvær körfur, einn bolti og áfram gakk sama hvar þú ert,“ sagði Einar sem sagðist hafa meiri áhyggjur af spilamennskunni. „Ég hef mun meiri áhyggjur af henni. Þetta eru tvö jöfn lið og ég held að þetta verði járn í járn það sem eftir er. Við munum bara einblína á næsta leik, fá framlag frá fleiri leikmönnum og ekkert hugsa út í heimavallarréttinn.“ „Þetta var frábært en það má gera betur. Við erum ekki að spila nægilega vel og vorum að hitta illa í kvöld,“ sagði Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, brattur að leikslokum. „Við komum inn í þetta einvígi til að vinna það og við mættum kannski með of mikið sjálfstraust í síðasta leik. Það var fínt að fá þennan skell og að byrja upp á nýtt eftir sigurhrinuna.“ Haukur hrósaði liðsfélögum sínum sem stigu upp í fjarveru Kára Jónssonar sem gat ekki tekið þátt í kvöld. „Ég tel að við séum með meiri breidd og eigum að geta unnið þessa leiki. Við fengum að vita það í dag að Kári yrði ekki með og Hjálmar kom inn og átti frábæran leik. Það var gott að vera með hávaxinn leikmann á Vance og þetta gekk mjög vel upp.“ Haukur hrósaði Vance Hall í hástert að leikslokum. „Þetta er mjög sterkur leikmaður, hann er góður á bolta og getur skorað helling í leikjum. Það er ásættanlegt að halda honum í 24 stigum en við viljum gera betur. Hann er lífið í sóknarleik þeirra og við reynum að stöðva það,“ sagði Haukur sem sagði hæðina nýtast liðinu vel í dag. „Við erum með hávaxið lið og það nýttist okkur í dag gegn honum. Emil, Hjálmar og Kári eru að ná að dekka hann vel og auðvitað fór hann að þreytast undir lokin. Hann er að spila 40. mínútur í leik og það er eðlilegt að þreytast.“ Haukur sagði að það væri léttir að ná fyrsta sigrinum í úrslitakeppninni. „Þetta er skemmtilegt einvígi en ég hef fulla trú á því að við siglum þessu heim. Maður verður auðvitað örlítið stressaður eftir tap í fyrsta leik en við erum í betra standi en í fyrra. Við lærðum mikið af leikjunum gegn Keflavík og við ætlum okkur lengra í vetur.“ Haukur: Vance er lífið í sóknarleik þeirra og við reynum að stöðva hann„Þetta var frábært en það má gera betur. Við erum ekki að spila nægilega vel og vorum að hitta illa í kvöld,“ sagði Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, brattur að leikslokum. „Við komum inn í þetta einvígi til að vinna það og við mættum kannski með of mikið sjálfstraust í síðasta leik. Það var fínt að fá þennan skell og að byrja upp á nýtt eftir sigurhrinuna.“ Haukur hrósaði liðsfélögum sínum sem stigu upp í fjarveru Kára Jónssonar sem gat ekki tekið þátt í kvöld. „Ég tel að við séum með meiri breidd og eigum að geta unnið þessa leiki. Við fengum að vita það í dag að Kári yrði ekki með og Hjálmar kom inn og átti frábæran leik. Það var gott að vera með hávaxinn leikmann á Vance og þetta gekk mjög vel upp.“ Haukur hrósaði Vance Hall í hástert að leikslokum. „Þetta er mjög sterkur leikmaður, hann er góður á bolta og getur skorað helling í leikjum. Það er ásættanlegt að halda honum í 24 stigum en við viljum gera betur. Hann er lífið í sóknarleik þeirra og við reynum að stöðva það,“ sagði Haukur sem sagði hæðina nýtast liðinu vel í dag. „Við erum með hávaxið lið og það nýttist okkur í dag gegn honum. Emil, Hjálmar og Kári eru að ná að dekka hann vel og auðvitað fór hann að þreytast undir lokin. Hann er að spila 40. mínútur í leik og það er eðlilegt að þreytast.“ Haukur sagði að það væri léttir að ná fyrsta sigrinum í úrslitakeppninni. „Þetta er skemmtilegt einvígi en ég hef fulla trú á því að við siglum þessu heim. Maður verður auðvitað örlítið stressaður eftir tap í fyrsta leik en við erum í betra standi en í fyrra. Við lærðum mikið af leikjunum gegn Keflavík og við ætlum okkur lengra í vetur.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“