Barðstrendingar berjast gegn lokun sveitaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2016 20:15 Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt. Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt.
Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45
Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15