Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 77-91 | KR komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Mustad-Höllinni í Grindavík skrifar 20. mars 2016 21:30 Jóhann Árni Ólafsson í baráttunni við Helga Má Magnússon. vísir/ernir KR er komið í 2-0, í einvíginu gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla en liðið bar sigur úr býtum gegn þeim gulu í Röstinni, 91-77, í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og var allt annað sjá til liðsins alveg frá fyrstu mínútu. Þeir náðu hverju frákastinu á fætur öðru og fengu oft á tíðum nokkur tækifæri í hverri sókn. Þetta skilaði þeim ágætum árangri en KR-ingar leiddu samt með sex stigum, 19-13, eftir fyrsta leikhlutann. Það var samt annað að sjá til heimamanna en frá því á fimmtudagskvöldið. Í upphafi annars leikhluta hrukku KR-ingar í gírinn og keyrðu upp hraðan. Það leið ekki langur tíma þar til munurinn var kominn upp í tíu stig, 19-29, og var Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í miklu stuði í fjórðungnum. Grindvíkingar hleyptu KR-ingum ekki of langt í burtu frá sér í fyrri hálfleiknum og var staðan 43-33 eftir tuttugu mínútna leik. Grindvíkingar sýndu í það minnsta gríðarlega baráttu í fyrri hálfleiknum og var leikurinn alveg opinn fyrir þann síðari. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 14 stig forskoti, 52-38. Sóknar leikur Grindvíkinga var vandræðalegur og það sama má segja um varnarleikinn. KR-ingar virtust geta skorað að vild og bara þegar þeim hentaði. KR-ingar juku bara við forskot sitt og var staðan 66-44 fyrir gestina þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Þá var leikurinn í raun búinn. Í fjórða leikhlutanum náðu Grindvíkingar nokkuð fínu áhlaupi og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 76-69 fyrir KR. Þorleifur Ólafsson skaut Grindavík aftur inn í leikinn og var hann að hitta virkilega vel á tíma. Leikmenn liðsins byrjuðu að berjast aftur eins og ljón og það skilaði sér. Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 77-82 og leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. KR-ingar voru aftur á móti sterkari á parketinu undir lok leiksins og höfðu betri taugar. Liðið vann að lokum góðan sigur, 91-77, og er liðið komið í 2-0 í einvíginu.Grindavík-KR77-91 (13-19, 20-24, 20-26, 24-22)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 4/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 1/4 fráköst. Pavel: Við klárum þetta í næsta leik„Við erum bara komnir í lykilstöðu í þessu einvígi, þetta er nokkuð einföld stærðfræði,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir sigurinn í kvöld. „Það var rosalega mikilvægt að vinna þennan leik og þetta er bara spurning um að halda áfram fyrir okkur. Við erum búnir að vera mjög svipaðir í þessum fyrstu tveimur leikjum, hörku varnarleikur og skynsamir í sókninni.“ Pavel segir að Grindvíkingar hafi verið sterkari í kvöld en í síðasta leik. „Ef við höldum þessu áfram, og hittum ekki á einhvern skelfilegan dag, þá eigum við að klára þetta í næsta leik.“ Það kom Pavel ekki á óvart að þeir hafi minnkað muninn undir lokin. „Þetta lið er alltaf með stórskotaskyttur og það breytist aldrei. Það kom manni ekki á óvart að þeir komi til baka. Maður áttu alltaf von á því og urðum ekkert sérstaklega stressaðir.“ Finnur Freyr: Heilt yfir flott frammistaða„Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við náðum að byggja upp fínt forskot í fyrri hálfleiknum og juku við það í upphafi síðari hálfleiksins. Við gáfum þeim færi til að komast inn í leikinn undir lokin og Grindavík þáði það með þökum og gerðu það vel.“ Finnur segir það vera eðlilegt að menn detta stundum aðeins niður á hælana. „Það er samt fúlt að vera komnir með góða forystu og missa það niður í fimm stig. Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða saman.“ Hann segir að fyrri 35 mínúturnar í leiknum hafi skilað þessum sigri hjá KR. „Við förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að klára þetta einvígi á miðvikudaginn.“ Jóhann: Get ekki verið annað en sáttur með mína menn „Við hittum bara ekki nægilega vel í kvöld. KR-ingar voru með yfir 50% nýtingu,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Við erum rétt að slefa í 30% nýtingu. Þarna liggur leikurinn. Þeir setja opin skot, við ekki. Ég get samt ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn hérna í kvöld. Það var kraftur í okkur á báðum endum.“ Jóhann segir að einbeitingaskortur hafi orðið liðinu að falli. „Ef við hefðum haldið skipulagi og verið alltaf á tánum þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. Ef maður er ekki einbeittur þá setja KR-ingar bara 12-15 stig í andlitið á þér.“ Þjálfarinn segir að nú taki liðið bara einn leik í einu og sjái síðan til hvað það skili þeim. Þorleifur: Þetta er ekkert búið„Skotin voru að detta hjá mér í kvöld,“ segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn, en hann gerði tuttugu stig í kvöld. Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum þegar Þorleifur fékk dæmda á sig villu en vildi fá dæmdan ruðning á leikmann KR. „Þetta var algjör ruðningur og við vorum þarna í miklum séns að komast inn í leikinn. Það munaði aðeins fimm stigum á liðunum og leikurinn galopinn. Við töpum samt ekkert leiknum á þessu atviki, en ég vona að dómararnir skoði þetta.“ Þorleifur segir að liðið hafi farið út úr sínum leikskipulagi og þess vegna hafi KR náð 22 stiga forskoti í leiknum. „Þetta einvígið er ekkert búið og við ætlum okkur að vinna KR í næsta leik. Það er enginn pressa á okkur og hefur ekki verið allt einvígið.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
KR er komið í 2-0, í einvíginu gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla en liðið bar sigur úr býtum gegn þeim gulu í Röstinni, 91-77, í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og var allt annað sjá til liðsins alveg frá fyrstu mínútu. Þeir náðu hverju frákastinu á fætur öðru og fengu oft á tíðum nokkur tækifæri í hverri sókn. Þetta skilaði þeim ágætum árangri en KR-ingar leiddu samt með sex stigum, 19-13, eftir fyrsta leikhlutann. Það var samt annað að sjá til heimamanna en frá því á fimmtudagskvöldið. Í upphafi annars leikhluta hrukku KR-ingar í gírinn og keyrðu upp hraðan. Það leið ekki langur tíma þar til munurinn var kominn upp í tíu stig, 19-29, og var Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í miklu stuði í fjórðungnum. Grindvíkingar hleyptu KR-ingum ekki of langt í burtu frá sér í fyrri hálfleiknum og var staðan 43-33 eftir tuttugu mínútna leik. Grindvíkingar sýndu í það minnsta gríðarlega baráttu í fyrri hálfleiknum og var leikurinn alveg opinn fyrir þann síðari. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 14 stig forskoti, 52-38. Sóknar leikur Grindvíkinga var vandræðalegur og það sama má segja um varnarleikinn. KR-ingar virtust geta skorað að vild og bara þegar þeim hentaði. KR-ingar juku bara við forskot sitt og var staðan 66-44 fyrir gestina þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Þá var leikurinn í raun búinn. Í fjórða leikhlutanum náðu Grindvíkingar nokkuð fínu áhlaupi og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 76-69 fyrir KR. Þorleifur Ólafsson skaut Grindavík aftur inn í leikinn og var hann að hitta virkilega vel á tíma. Leikmenn liðsins byrjuðu að berjast aftur eins og ljón og það skilaði sér. Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 77-82 og leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. KR-ingar voru aftur á móti sterkari á parketinu undir lok leiksins og höfðu betri taugar. Liðið vann að lokum góðan sigur, 91-77, og er liðið komið í 2-0 í einvíginu.Grindavík-KR77-91 (13-19, 20-24, 20-26, 24-22)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 4/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 1/4 fráköst. Pavel: Við klárum þetta í næsta leik„Við erum bara komnir í lykilstöðu í þessu einvígi, þetta er nokkuð einföld stærðfræði,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir sigurinn í kvöld. „Það var rosalega mikilvægt að vinna þennan leik og þetta er bara spurning um að halda áfram fyrir okkur. Við erum búnir að vera mjög svipaðir í þessum fyrstu tveimur leikjum, hörku varnarleikur og skynsamir í sókninni.“ Pavel segir að Grindvíkingar hafi verið sterkari í kvöld en í síðasta leik. „Ef við höldum þessu áfram, og hittum ekki á einhvern skelfilegan dag, þá eigum við að klára þetta í næsta leik.“ Það kom Pavel ekki á óvart að þeir hafi minnkað muninn undir lokin. „Þetta lið er alltaf með stórskotaskyttur og það breytist aldrei. Það kom manni ekki á óvart að þeir komi til baka. Maður áttu alltaf von á því og urðum ekkert sérstaklega stressaðir.“ Finnur Freyr: Heilt yfir flott frammistaða„Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við náðum að byggja upp fínt forskot í fyrri hálfleiknum og juku við það í upphafi síðari hálfleiksins. Við gáfum þeim færi til að komast inn í leikinn undir lokin og Grindavík þáði það með þökum og gerðu það vel.“ Finnur segir það vera eðlilegt að menn detta stundum aðeins niður á hælana. „Það er samt fúlt að vera komnir með góða forystu og missa það niður í fimm stig. Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða saman.“ Hann segir að fyrri 35 mínúturnar í leiknum hafi skilað þessum sigri hjá KR. „Við förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að klára þetta einvígi á miðvikudaginn.“ Jóhann: Get ekki verið annað en sáttur með mína menn „Við hittum bara ekki nægilega vel í kvöld. KR-ingar voru með yfir 50% nýtingu,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Við erum rétt að slefa í 30% nýtingu. Þarna liggur leikurinn. Þeir setja opin skot, við ekki. Ég get samt ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn hérna í kvöld. Það var kraftur í okkur á báðum endum.“ Jóhann segir að einbeitingaskortur hafi orðið liðinu að falli. „Ef við hefðum haldið skipulagi og verið alltaf á tánum þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. Ef maður er ekki einbeittur þá setja KR-ingar bara 12-15 stig í andlitið á þér.“ Þjálfarinn segir að nú taki liðið bara einn leik í einu og sjái síðan til hvað það skili þeim. Þorleifur: Þetta er ekkert búið„Skotin voru að detta hjá mér í kvöld,“ segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn, en hann gerði tuttugu stig í kvöld. Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum þegar Þorleifur fékk dæmda á sig villu en vildi fá dæmdan ruðning á leikmann KR. „Þetta var algjör ruðningur og við vorum þarna í miklum séns að komast inn í leikinn. Það munaði aðeins fimm stigum á liðunum og leikurinn galopinn. Við töpum samt ekkert leiknum á þessu atviki, en ég vona að dómararnir skoði þetta.“ Þorleifur segir að liðið hafi farið út úr sínum leikskipulagi og þess vegna hafi KR náð 22 stiga forskoti í leiknum. „Þetta einvígið er ekkert búið og við ætlum okkur að vinna KR í næsta leik. Það er enginn pressa á okkur og hefur ekki verið allt einvígið.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“