Bíó og sjónvarp

Kostnaðurinn á bak við hvern þátt af Game of Thrones er ótrúlegur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sansa Stark og Theon Greyjoy, eða Reek.
Sansa Stark og Theon Greyjoy, eða Reek. Vísir/HBO
Game of Thrones eru vinsælustu þættir heims og horfa milljónir manna á hvern þátt vikulega þegar hann er frumsýndur.

Mikið er lagt í framleiðslu þáttanna og þarf það því ekki að koma neinum á óvart að hver þáttur kostar gríðarlegar fjárhæðir.

Nú hefur Entertainment Weekly greint frá því að hver þáttur kosti um tíu milljónir dollara í framleiðslu eða því sem samsvarar rúmlega 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Þættirnir hafa alltaf orðið stærri og stærri og til að mynda kostaði hver þáttur í annarri seríu um sex milljónir dollara.

Þann 24. apríl hefst sjötta sería af þáttunum Game of Thrones og verða þeir sýndir á Stöð 2 á sama tíma og í Bandaríkjunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×