Hryðjuverkamennirnir sem gerðu árás á Zaventem-flugvöll og Maelbeek-lestarstöðina í Brussel höfðu leitað sér upplýsinga um Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, skrifstofu hans og heimili.
Upplýsingar þess efnis fundust í fartölvu sem hafði verið fleygt í ruslatunnu.
Óstaðfestar heimildir herma að í tölvunni hafi fundist myndir af skrifstofu forsætisráðherrans og skipulagsteikningar.
Í tölvunni fundust einnig hinstu skilaboð eins árásarmannsins, Brahims el-Bakraoui, þar sem hann kvartar yfir því að hafa verið hundeltur.
Belgísk yfirvöld hafa þá endanlega staðfest tölu látinna en 32 létust í árásinni, 17 Belgar og 15 einstaklingar af öðrum þjóðernum.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Fylgdust með forsætisráðherra Belgíu
Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar

Mest lesið


Barn á öðru aldursári lést
Innlent

„Þetta er bara klúður“
Innlent

Heiða liggur enn undir feldi
Innlent





