Vilja Hlíðarfjall í einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hlíðarfjall er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Akureyrar yfir vetrarmánuðina en nú vilja menn breytingar á rekstrarformi. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins. Skíðasvæði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins.
Skíðasvæði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira