Dramb er falli næst Hildur Björnsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Síðustu ár hefur þjóðin staðið frammi fyrir því umfangsmikla verkefni að endurvekja traust til stjórnkerfisins. Þá hefur krafan um heiðarlegt stjórnmálafólk aldrei verið sterkari. Þegar æðsti valdhafi þjóðarinnar reynist fara leynt með mikilvægar upplýsingar – og gerist uppvís að lygum – eru sterk viðbrögð þjóðar fyrirséð. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni er ekki alls varnað. Yfir skamma stjórnartíð hefur hann leyst fjölmörg flókin viðfangsefni og staðið við yfirdrifin kosningaloforð gagnvart kjósendum sínum. Það verður þó að teljast með ólíkindum hvernig þjóðarleiðtogi með heilt aðstoðarmannahrúgald getur leikið svo marga pólitíska afleiki. Hversu oft hann reynist misskilinn. Mjallmundur hefði betur beðið einhvern dverganna sjö að rita fundargerðir. Það þykir víst ágætis leið til að skrásetja samskipti og útiloka misskilning. „Sá er ekki altaf tryggastur, sem situr kjur, heldur hinn sem kemur aftur“ ritaði Laxness. Tregða íslensks stjórnmálafólks til að víkja þegar trúverðugleiki þess bíður hnekki er undarleg. Í flestum vestrænum lýðræðisríkjum stígur fólk til hliðar hafi það brotið trúnað við þjóð sína. Það markar sjaldnast endalok og gefur gjarnan færi á endurkomu. Kyrrseta er ekki alltaf farsælust. Þeir sem víkja geta komið aftur. Við erum öll mennsk. Við gerum öll mistök. Það er vont að viðurkenna og spegilmyndin svíður. Viðbrögð fólks við eigin mistökum eru besta manndómsprófið. Þá er máttur auðmýktar mikill. Þegar forsætisráðherra verður uppvís að lygum hefur trúverðugleiki hans beðið hnekki. Úr slíkum aðstæðum verður ekki unnið með yfirgangi og hroka. Það var reynt til þrautar á dögunum og sannaðist hið fornkveðna – að dramb er falli næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Síðustu ár hefur þjóðin staðið frammi fyrir því umfangsmikla verkefni að endurvekja traust til stjórnkerfisins. Þá hefur krafan um heiðarlegt stjórnmálafólk aldrei verið sterkari. Þegar æðsti valdhafi þjóðarinnar reynist fara leynt með mikilvægar upplýsingar – og gerist uppvís að lygum – eru sterk viðbrögð þjóðar fyrirséð. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni er ekki alls varnað. Yfir skamma stjórnartíð hefur hann leyst fjölmörg flókin viðfangsefni og staðið við yfirdrifin kosningaloforð gagnvart kjósendum sínum. Það verður þó að teljast með ólíkindum hvernig þjóðarleiðtogi með heilt aðstoðarmannahrúgald getur leikið svo marga pólitíska afleiki. Hversu oft hann reynist misskilinn. Mjallmundur hefði betur beðið einhvern dverganna sjö að rita fundargerðir. Það þykir víst ágætis leið til að skrásetja samskipti og útiloka misskilning. „Sá er ekki altaf tryggastur, sem situr kjur, heldur hinn sem kemur aftur“ ritaði Laxness. Tregða íslensks stjórnmálafólks til að víkja þegar trúverðugleiki þess bíður hnekki er undarleg. Í flestum vestrænum lýðræðisríkjum stígur fólk til hliðar hafi það brotið trúnað við þjóð sína. Það markar sjaldnast endalok og gefur gjarnan færi á endurkomu. Kyrrseta er ekki alltaf farsælust. Þeir sem víkja geta komið aftur. Við erum öll mennsk. Við gerum öll mistök. Það er vont að viðurkenna og spegilmyndin svíður. Viðbrögð fólks við eigin mistökum eru besta manndómsprófið. Þá er máttur auðmýktar mikill. Þegar forsætisráðherra verður uppvís að lygum hefur trúverðugleiki hans beðið hnekki. Úr slíkum aðstæðum verður ekki unnið með yfirgangi og hroka. Það var reynt til þrautar á dögunum og sannaðist hið fornkveðna – að dramb er falli næst.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun