Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn ISIS handteknir í Danmörku

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla í Danmörku hefur handtekið fjóra grunaða hryðjuverkamenn og fundið bæði skotvopn og skot við húsleit í nágrenni Kaupmannahafnar.
Lögregla í Danmörku hefur handtekið fjóra grunaða hryðjuverkamenn og fundið bæði skotvopn og skot við húsleit í nágrenni Kaupmannahafnar. Vísir/EPA
Lögregla í Danmörku hefur handtekið fjóra grunaða hryðjuverkamenn og fundið bæði skotvopn og skot við húsleit í nágrenni Kaupmannahafnar.

Að því er Sky News greinir frá, telur lögregla að hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki (ISIS) hafi í Sýrlandi fengið hópinn til þess að gera árás í Danmörku.

Fjórmenningarnir munu allir mæta fyrir dóm á morgun. Soren Pind, dómsmálaráðherra Danmerkur, gaf frá sér tilkynningu stuttu eftir handtökurnar þar sem segir að Danmörku gæti stafað ógn af fólki sem barist hefur fyrir ISIS í Sýrlandi eða Írak.

Að því er Extrabladet greinir frá, gerði lögregla til að byrja með húsleit í röngu húsi og skaut þannig konu einni skelk í bringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×