Áttræður Gary Player og átta aðrir fóru holu í höggi í gær | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2016 15:15 Gary Player var léttur í gær eins og alltaf. vísir/getty Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér. Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér.
Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45