Tilvalið að dansa af sér veturinn á tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2016 10:15 Það er líka til listahópur sem heitir Vinnslan. Í honum er Harpa Fönn sem sést hér með iPad. Mynd/Úr einkasafni Listahátíðin Vinnslan verður haldin nú á laugardagskvöldið í Tjarnarbíói. Um 30 listamenn sýna þar verk í vinnslu og fylla rými Tjarnarbíós með hinum ýmsu listformum. „Það sem er skemmtilegast við hátíðina er fjölbreytnin því þar verða brot og atriði úr því ferskasta sem er að gerast í lifandi tónlist, myndlist, leikhúsverkum, dansi, gjörningum og vídeólist,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem er meðal skipuleggjenda Vinnslunnar. Hún segir allt Tjarnarbíó lagt undir, hvort sem um sé að ræða svið eða salerni, miðasölu, bar, æfinga-, búninga- eða sminkherbergi. „Gestir fá dagskrárblað í hendur og geta svo gengið um og skoðað, hlustað og uppgötvað eitt og annað því listamennirnir sýna brot úr verkum sem þeir eru að þróa og fá viðbrögð áhorfenda við þeim, áður en þeir fullvinna þau.“ Þetta er tíunda Vinnslan, að sögn Hörpu Fannar, og allar hafa þær verið vel sóttar. „Til að byrja með voru þær í Norðurpólnum úti á Nesi og þangað komu um 300 á kvöldi,“ lýsir hún og segir héðan í frá stefnt að slíkri listahátíð árlega í apríl. Meðal listamanna að þessu sinni eru Sigga Soffía, Stafrænn Hákon, Mikael Lind, Körrent, Quest, Einar Indra og Elín Anna Þórisdóttir. Hátíðin stendur frá klukkan 19.30 til 23. „Kvöldinu lýkur á tónleikum,“ segir Harpa Fönn. „Þá er tilvalið að dansa af sér veturinn.“ Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listahátíðin Vinnslan verður haldin nú á laugardagskvöldið í Tjarnarbíói. Um 30 listamenn sýna þar verk í vinnslu og fylla rými Tjarnarbíós með hinum ýmsu listformum. „Það sem er skemmtilegast við hátíðina er fjölbreytnin því þar verða brot og atriði úr því ferskasta sem er að gerast í lifandi tónlist, myndlist, leikhúsverkum, dansi, gjörningum og vídeólist,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem er meðal skipuleggjenda Vinnslunnar. Hún segir allt Tjarnarbíó lagt undir, hvort sem um sé að ræða svið eða salerni, miðasölu, bar, æfinga-, búninga- eða sminkherbergi. „Gestir fá dagskrárblað í hendur og geta svo gengið um og skoðað, hlustað og uppgötvað eitt og annað því listamennirnir sýna brot úr verkum sem þeir eru að þróa og fá viðbrögð áhorfenda við þeim, áður en þeir fullvinna þau.“ Þetta er tíunda Vinnslan, að sögn Hörpu Fannar, og allar hafa þær verið vel sóttar. „Til að byrja með voru þær í Norðurpólnum úti á Nesi og þangað komu um 300 á kvöldi,“ lýsir hún og segir héðan í frá stefnt að slíkri listahátíð árlega í apríl. Meðal listamanna að þessu sinni eru Sigga Soffía, Stafrænn Hákon, Mikael Lind, Körrent, Quest, Einar Indra og Elín Anna Þórisdóttir. Hátíðin stendur frá klukkan 19.30 til 23. „Kvöldinu lýkur á tónleikum,“ segir Harpa Fönn. „Þá er tilvalið að dansa af sér veturinn.“
Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira