Veðmálafíkn leikmanna bitnar á frammistöðunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 08:45 Vísir/Getty Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira