Veiðistaðavefurinn með mjög ítarlegar lýsingar á vötnum og veiðisvæðum Karl Lúðvíksson skrifar 6. apríl 2016 16:10 Bleikjan verður oft mjög stór í Hlíðarvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Því er alltaf fagnað meðal veiðimanna að fá frekari upplýsingar um uppáhaldsveiðistaðina sína. Veiðivefurinn Veiðistaðir opnaði í vetur og síðustu vikur hefur mikið af upplýsingum verið dælt inná hann um hin ýmsu svæði. Það er alltaf svolítið erfitt fyrir þá sem eru að byrja í veiði að fá upplýsingar um vötn, veiðistaði, flugur og aðkomu að vötnunum en þessi vefur hefur bætt all hressilega úr því. Sem dæmi er hér brot af lýsingunni um Hlíðarvatn: "Mikið er af fiski í vatninu, mest bleikja, og getur hún orðið ógnarstór. Bleikjur allt að 8 pund hafa verið að falla fyrir agni veiðimanna síðustu ár. Bleikjan þarna er hinsvegar eins og bleikja er yfirleitt, dintótt, og ekki alltaf reiðubúin að taka agnið. Þá er um að gera að prófa sig áfram með taumlengd, stærð og gerðir flugna, og línuþyngdir. Hlíðarvatn í Selvogi hefur hinsvegar í gegnum árin verið á stalli sem eitt gjöfulasta bleikjuveiðivatn landsins. Það er gott að hafa í huga að mikil fluga getur safnast saman við vatnið yfir hásumarið, og gott er því að hafa með sér flugnanet ef hún verður ágeng, sem ekki er alltaf. Hugsanlegt að þessi mergð flugna sé ein ástæða þess að bleikjurnar í vatninu verði jafn ógurlega stórar og raun ber vitni, og fjöldinn mikill. Það hafa margir horft á svarta flekki í vatninu hér og þar þegar kemur fram á haustið, en þar eru stórar torfur af bleikju, og getur veiðin orðið ævintýraleg ef slíkir staðir finnast, og eru í kastfæri." Halldór Gunnarson hefur haft veg og vanda að vefnum og kunna ungir og upprennandi veiðimenn honum miklar þakkir fyrir sem og þeir sem eiga bara eftir að prófa eitthvað af þeim svæðum sem fjallað er um á vefnum. Þú finnur vefinn hér. Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Því er alltaf fagnað meðal veiðimanna að fá frekari upplýsingar um uppáhaldsveiðistaðina sína. Veiðivefurinn Veiðistaðir opnaði í vetur og síðustu vikur hefur mikið af upplýsingum verið dælt inná hann um hin ýmsu svæði. Það er alltaf svolítið erfitt fyrir þá sem eru að byrja í veiði að fá upplýsingar um vötn, veiðistaði, flugur og aðkomu að vötnunum en þessi vefur hefur bætt all hressilega úr því. Sem dæmi er hér brot af lýsingunni um Hlíðarvatn: "Mikið er af fiski í vatninu, mest bleikja, og getur hún orðið ógnarstór. Bleikjur allt að 8 pund hafa verið að falla fyrir agni veiðimanna síðustu ár. Bleikjan þarna er hinsvegar eins og bleikja er yfirleitt, dintótt, og ekki alltaf reiðubúin að taka agnið. Þá er um að gera að prófa sig áfram með taumlengd, stærð og gerðir flugna, og línuþyngdir. Hlíðarvatn í Selvogi hefur hinsvegar í gegnum árin verið á stalli sem eitt gjöfulasta bleikjuveiðivatn landsins. Það er gott að hafa í huga að mikil fluga getur safnast saman við vatnið yfir hásumarið, og gott er því að hafa með sér flugnanet ef hún verður ágeng, sem ekki er alltaf. Hugsanlegt að þessi mergð flugna sé ein ástæða þess að bleikjurnar í vatninu verði jafn ógurlega stórar og raun ber vitni, og fjöldinn mikill. Það hafa margir horft á svarta flekki í vatninu hér og þar þegar kemur fram á haustið, en þar eru stórar torfur af bleikju, og getur veiðin orðið ævintýraleg ef slíkir staðir finnast, og eru í kastfæri." Halldór Gunnarson hefur haft veg og vanda að vefnum og kunna ungir og upprennandi veiðimenn honum miklar þakkir fyrir sem og þeir sem eiga bara eftir að prófa eitthvað af þeim svæðum sem fjallað er um á vefnum. Þú finnur vefinn hér.
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði