Cameron beittur þrýstingi til að taka á skattaskjólum Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2016 09:00 David Cameron hefur áður talað um að beita sér gegn skattaskjólum. Vísir/EPA David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt pressu undanfarna daga til að taka á skattaskjólum í ljósi þess að fjölmargir ríkir einstaklingar hafa nýtt sér eyjur á bresku yfirráðasvæði til að stofna aflandsfélög til að forðast skatta. Þrýstingurinn kemur í kjölfar leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca á Panama-skjölunum svokölluðum, þar sem kemur fram að 100 þúsund aflandsfélög fundust á Bresku Jómfrúaeyjunum. Cameron hefur einnig verið í sviðsljósinu vegna tengsla föður hans, Ians Cameron, við aflandsfélag í skattaskjóli. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin þurfi að taka á skattsvikum. Hann lagði til í ræðu í gær að Bretland myndi setja beinar skattareglur á breskum yfirráðsvæðum til þess að ganga úr skugga um að löndin fylgdu breskum skattareglum. Samkvæmt frétt BBC um málið er talið að Bretland hafi stóru hlutverki að gegna í umræðunni þar sem stór hluti skattaskjóla sé á breskum yfirráðasvæðum, meðal annars á Bresku Jómfrúaeyjunum og Ermarsundseyjunum. Einhver lönd sem hafa tengst aflandseyjum hafa nú þegar hert skattareglur, má þar nefna Sviss, Ermarsundseyjarnar og Lúxemborg, en önnur lönd, meðal annars Panama og Bresku Jómfrúaeyjarnar, hafa verið gagnrýndar fyrir að gera ekki nóg. Í næsta mánuði mun Cameron stýra alþjóðlegum leiðtogafundi í London um skattasvik og skattaskjól. Frá árinu 2009 hafa nú þegar sjö hundruð samningar verið undirritaðir til að ýta undir gagnsæi í skattamálum á alþjóðavettvangi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum þann 6. apríl Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt pressu undanfarna daga til að taka á skattaskjólum í ljósi þess að fjölmargir ríkir einstaklingar hafa nýtt sér eyjur á bresku yfirráðasvæði til að stofna aflandsfélög til að forðast skatta. Þrýstingurinn kemur í kjölfar leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca á Panama-skjölunum svokölluðum, þar sem kemur fram að 100 þúsund aflandsfélög fundust á Bresku Jómfrúaeyjunum. Cameron hefur einnig verið í sviðsljósinu vegna tengsla föður hans, Ians Cameron, við aflandsfélag í skattaskjóli. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin þurfi að taka á skattsvikum. Hann lagði til í ræðu í gær að Bretland myndi setja beinar skattareglur á breskum yfirráðsvæðum til þess að ganga úr skugga um að löndin fylgdu breskum skattareglum. Samkvæmt frétt BBC um málið er talið að Bretland hafi stóru hlutverki að gegna í umræðunni þar sem stór hluti skattaskjóla sé á breskum yfirráðasvæðum, meðal annars á Bresku Jómfrúaeyjunum og Ermarsundseyjunum. Einhver lönd sem hafa tengst aflandseyjum hafa nú þegar hert skattareglur, má þar nefna Sviss, Ermarsundseyjarnar og Lúxemborg, en önnur lönd, meðal annars Panama og Bresku Jómfrúaeyjarnar, hafa verið gagnrýndar fyrir að gera ekki nóg. Í næsta mánuði mun Cameron stýra alþjóðlegum leiðtogafundi í London um skattasvik og skattaskjól. Frá árinu 2009 hafa nú þegar sjö hundruð samningar verið undirritaðir til að ýta undir gagnsæi í skattamálum á alþjóðavettvangi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum þann 6. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Faðir Cameron tengist skattaskjóli Upplýsingar eru um félag föður David Cameron í Panama-skjölunum. 4. apríl 2016 13:32