Óttar Magnús á heimleið og spilar með Víkingi í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2016 16:05 Óttar Magnús Karlsson við undirskriftina hjá Ajax ásamt Marc Overmars, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax. mynd/ajax.nl Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira