Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 08:58 Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Þar má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Bashar al-Assad forseta Sýrlands, Vladimir Putin forseta Rússlands, Petro Poroshenko forseta Úkraínu og Mahmoud Ahmadinejad fyrrverandi forseta Íran. Vísir/Süddeutsche Zeitung. „Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca, einn stofnenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Panama sem sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Hulunni var svipt af Mossack Fonseca í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan telur á sér brotið með leka á gögnum, sem ná yfir tímabilið 1977 til 2015, en í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um 600 Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Þeirra á meðal er forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er árás á Panama og hana má rekja til óvilja annarrra þjóða sem kunna illa við hve vel okkur gengur að selja þjónustu okkar til fyrirtækja.“Ekki gert neitt rangt Fonseca lýsir lekanum, sem í er að finna 11,5 milljón skjöl, sem árás á einkalífið og segir fyrirtækið ekki hafa gert neitt rangt. Þýska dagblaðið fékk gögnin í hendur og dreifði til yfir hundrað fréttaveitna um heim allan með skilyrðum um hvenær fjallað yrði um málin. Stjórnmálamenn fengu að kenna á því í gær og voru til að mynda fréttaskýringaþættir á Norðurlöndunum sendir út á sama tíma.Fonseca segir við Reuters að þótt vissulega hafi skjölum verið lekið sé hann takmarkaður. Lögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn Fonseca og segir bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna.Bera ekki ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna Ramon Fonseca sagði fyrirtækið ekki bera ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna sem kaupi þjónustu af þeim. „Við einbeitum okkur að því að byggja upp löglegar lausnir sem við seljum bönkum, lögfræðingum, endurskoðendum og sjóðum, og þeir hafa sína kúnna sem við kunnum engin deili á,“ segir Fonseca. Öllum viðskiptavinum hafi verið greint frá lekanum og hann líti svo á að fyrirtækið sé fórnarlamb í málinu sem sé árás á einkalíf fólks. „Einkalíf fólks eru sjálfsögð mannréttindi en það er fólk í heiminum sem áttar sig ekki á því. Við trúum svo sannarlega á friðhelgi einkalífs og munum áfram sinna þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á.“ Lögmannsstofan svaraði fyrirspurn Guardian svona: „Svo virðist sem þið hafið fengið aðgang að gögnum og upplýsingum án leyfis frá fyrirtæki okkar og hafið unnið með gögnin og birt úr samhengi.“ Í yfirlýsingu segjast stjórnvöld í Panama munu verða samvinnufús komi til þess að rannsókn fari fram sem tengist ásökunum sem komu fram í umfjöllun gærkvöldsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
„Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca, einn stofnenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Panama sem sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga. Hulunni var svipt af Mossack Fonseca í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan telur á sér brotið með leka á gögnum, sem ná yfir tímabilið 1977 til 2015, en í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um 600 Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Þeirra á meðal er forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er árás á Panama og hana má rekja til óvilja annarrra þjóða sem kunna illa við hve vel okkur gengur að selja þjónustu okkar til fyrirtækja.“Ekki gert neitt rangt Fonseca lýsir lekanum, sem í er að finna 11,5 milljón skjöl, sem árás á einkalífið og segir fyrirtækið ekki hafa gert neitt rangt. Þýska dagblaðið fékk gögnin í hendur og dreifði til yfir hundrað fréttaveitna um heim allan með skilyrðum um hvenær fjallað yrði um málin. Stjórnmálamenn fengu að kenna á því í gær og voru til að mynda fréttaskýringaþættir á Norðurlöndunum sendir út á sama tíma.Fonseca segir við Reuters að þótt vissulega hafi skjölum verið lekið sé hann takmarkaður. Lögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn Fonseca og segir bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna.Bera ekki ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna Ramon Fonseca sagði fyrirtækið ekki bera ábyrgð á hegðun fyrirtækjanna sem kaupi þjónustu af þeim. „Við einbeitum okkur að því að byggja upp löglegar lausnir sem við seljum bönkum, lögfræðingum, endurskoðendum og sjóðum, og þeir hafa sína kúnna sem við kunnum engin deili á,“ segir Fonseca. Öllum viðskiptavinum hafi verið greint frá lekanum og hann líti svo á að fyrirtækið sé fórnarlamb í málinu sem sé árás á einkalíf fólks. „Einkalíf fólks eru sjálfsögð mannréttindi en það er fólk í heiminum sem áttar sig ekki á því. Við trúum svo sannarlega á friðhelgi einkalífs og munum áfram sinna þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á.“ Lögmannsstofan svaraði fyrirspurn Guardian svona: „Svo virðist sem þið hafið fengið aðgang að gögnum og upplýsingum án leyfis frá fyrirtæki okkar og hafið unnið með gögnin og birt úr samhengi.“ Í yfirlýsingu segjast stjórnvöld í Panama munu verða samvinnufús komi til þess að rannsókn fari fram sem tengist ásökunum sem komu fram í umfjöllun gærkvöldsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48