Blikastelpur unnu Evrópumeistarana 5-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 13:56 Lið Breiðabliks eftir stórsigurinn í dag. Mynd/Halldór Arnarsson Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43