Meðalfellsvatn fór vel af stað um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2016 10:00 Flottur fiskur úr Meðalfellsvatni Mynd: Veiðikortið Meðalfellsvatn er kannski ekki þekkt fyrir neina mokveiði en samt er þetta eitt skemmtilegasta vorvatnið í nágrenni höfuðborgarinnar. Það veiðist ágætlega í vatninu stærstan hluta af tímabilinu og því er að þakka dýpt vatnsins en það er 18 metra djúpt. Þetta gerir það að verkum að vatnið hlýnar ekki jafn mikið og grunnri vötnin en þegar vötnin verða mjög hlý getur takan oft dottið niður. Síðan er það þannig á vorin að fiskurinn í vatninu tekur oft vel þar sem hann hefur ekki verið miklu æti yfir veturinn og stekkur oft á straumflugurnar af mikilli græðgi. Það er bæði urriði og bleikja í vatninu en einnig sjóbirtingur og lax þegar líður á tímabilið. Vatnið opnaði fyrir veiðimenn á föstudaginn 1. apríl og það eru nokkrir sem hafa gert ágætis veiði miðað við kuldann og veðrið sem var á föstudaginn. Unnar Örn Ólafsson og Daníel Karl Egilsson voru við vatnið á föstudaginn og náðu fjórum urriðum, allt á hvítan nobbler sem er mjög gjöful fluga í vatnaveiðinni á vorinn. Við höfum líka frétt af fleiri veiðimönnum sem voru við vatnið í gær og þar af voru nokkrir sem fengu einn til þrjá fiska. Þegar aðstæður eru réttar og veiðimenn þekkja hegðun fisksins í vatninu má gera fína veiði þarna. Það eru kannski ekki margir stórfiskar þarna þó vissulega séu þeir til en vatnið er aftur á móti vel setið af 0.5-1.5 punda urriða og eitthvað af bleikju veiðist þarna líka. Fínt vatn fyrir krakka og fjölskyldur. Frekari upplýsingar um Meðalfellsvatn má finna hér. Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði
Meðalfellsvatn er kannski ekki þekkt fyrir neina mokveiði en samt er þetta eitt skemmtilegasta vorvatnið í nágrenni höfuðborgarinnar. Það veiðist ágætlega í vatninu stærstan hluta af tímabilinu og því er að þakka dýpt vatnsins en það er 18 metra djúpt. Þetta gerir það að verkum að vatnið hlýnar ekki jafn mikið og grunnri vötnin en þegar vötnin verða mjög hlý getur takan oft dottið niður. Síðan er það þannig á vorin að fiskurinn í vatninu tekur oft vel þar sem hann hefur ekki verið miklu æti yfir veturinn og stekkur oft á straumflugurnar af mikilli græðgi. Það er bæði urriði og bleikja í vatninu en einnig sjóbirtingur og lax þegar líður á tímabilið. Vatnið opnaði fyrir veiðimenn á föstudaginn 1. apríl og það eru nokkrir sem hafa gert ágætis veiði miðað við kuldann og veðrið sem var á föstudaginn. Unnar Örn Ólafsson og Daníel Karl Egilsson voru við vatnið á föstudaginn og náðu fjórum urriðum, allt á hvítan nobbler sem er mjög gjöful fluga í vatnaveiðinni á vorinn. Við höfum líka frétt af fleiri veiðimönnum sem voru við vatnið í gær og þar af voru nokkrir sem fengu einn til þrjá fiska. Þegar aðstæður eru réttar og veiðimenn þekkja hegðun fisksins í vatninu má gera fína veiði þarna. Það eru kannski ekki margir stórfiskar þarna þó vissulega séu þeir til en vatnið er aftur á móti vel setið af 0.5-1.5 punda urriða og eitthvað af bleikju veiðist þarna líka. Fínt vatn fyrir krakka og fjölskyldur. Frekari upplýsingar um Meðalfellsvatn má finna hér.
Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði