Eva Núra Abrahamsdóttir tryggði Fylki 2-1 sigur á Selfossi í Lengjubikar kvenna í kvöld en þetta var fyrsti sigur Árbæjarliðsins í Lengjubikarnum í ár.
Eva Núra skoraði sigurmark sitt á 57. mínútu leiksins en þetta var fyrsta mark hennar í Lengjubikarnum í ár.
Kristín Erna Sigurlásdóttir kom Fylki í 1-0 strax á 12. mínútu en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin á 33. mínútu.
Valorie Nicole O´Brien, byrjar ekki vel sem þjálfari Selfossliðsins, en Selfoss hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í Lengjubikarnum í ár og markatalan er 2-15.
Fylkiskonur höfðu tapað 6-2 á móti ÍBV í eina leik sínum í keppnini en eftir sigur liðsins í Egilshöllinni í kvöld hafa öll lið nema Selfoss fagna sigri í A-deild Lengjubikars kvenna.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslitaþjónustinni úrslit.net.
Eva Núra hetja Fylkisliðsins í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







„Kominn tími á konu í Formúlu 1“
Formúla 1


Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda
Handbolti

Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti