Ólafía Þórunn er í 19. sæti: Ætla að slappa aðeins meira af á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 17:40 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016 Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira