Hátíð fyrir alla bíófíkla Magnús Guðmundsson skrifar 2. apríl 2016 11:30 Atriði úr ensku myndinni Stolen Path. Í gærkvöldi hófst allsérstæð alþjóðleg kvikmyndahátíð í Bíói Paradís þar sem sýndar verða einar tíu kvikmyndir á aðeins þremur dögum. Hátíð kallast Reykjavík World Film Festival en sérkenni hátíðarinnar felst ekki síst í því að myndirnar koma nokkuð víða að en þó eru tvær myndanna frá Bandaríkjunum, Daddy og Leaves of the Tree, tvær frá Rússlandi, Pechorin og Star, og tvær frá Spáni, þær Candela og Escapes. Aðrar myndir eru In Your Arms frá Danmörku, Agnus Dei frá Kósóvó, Black Mud frá Kanada og Stolen Path frá Englandi.Atriði úr rússnesku myndinni Star.Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á kvikmyndir sem talið er að muni hafa víðtæk áhrif á kvikmyndaheiminn og þar á meðal yngstu og komandi kynslóðir kvikmyndagerðarmanna. Þetta er því einstaklega spennandi hátíð fyrir þá allra áhugasömustu um hvað er helst á döfinni enda er boðið upp á afar fjölbreytt úrval kvikmynda. Þannig er hér á ferðinni kvikmyndahátíð sem færir fólk saman í að uppgötva stórkostlegar kvikmyndir í alþjóðlegu samhengi. Hátíðin hefur ferðast víða, m.a. til New York, Los Angeles, Toronto, Hong Kong, Singapúr, Brisbane, Rómar, Berlínar, Amsterdam og Vínarborgar við gríðarlegar vinsældir. Hátíðinni er ætlað að koma kvikmyndamenningu víðsvegar að úr heiminum á framfæri þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í gærkvöldi hófst allsérstæð alþjóðleg kvikmyndahátíð í Bíói Paradís þar sem sýndar verða einar tíu kvikmyndir á aðeins þremur dögum. Hátíð kallast Reykjavík World Film Festival en sérkenni hátíðarinnar felst ekki síst í því að myndirnar koma nokkuð víða að en þó eru tvær myndanna frá Bandaríkjunum, Daddy og Leaves of the Tree, tvær frá Rússlandi, Pechorin og Star, og tvær frá Spáni, þær Candela og Escapes. Aðrar myndir eru In Your Arms frá Danmörku, Agnus Dei frá Kósóvó, Black Mud frá Kanada og Stolen Path frá Englandi.Atriði úr rússnesku myndinni Star.Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á kvikmyndir sem talið er að muni hafa víðtæk áhrif á kvikmyndaheiminn og þar á meðal yngstu og komandi kynslóðir kvikmyndagerðarmanna. Þetta er því einstaklega spennandi hátíð fyrir þá allra áhugasömustu um hvað er helst á döfinni enda er boðið upp á afar fjölbreytt úrval kvikmynda. Þannig er hér á ferðinni kvikmyndahátíð sem færir fólk saman í að uppgötva stórkostlegar kvikmyndir í alþjóðlegu samhengi. Hátíðin hefur ferðast víða, m.a. til New York, Los Angeles, Toronto, Hong Kong, Singapúr, Brisbane, Rómar, Berlínar, Amsterdam og Vínarborgar við gríðarlegar vinsældir. Hátíðinni er ætlað að koma kvikmyndamenningu víðsvegar að úr heiminum á framfæri þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira