Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards Birgir Örn Steinarsson skrifar 1. apríl 2016 15:57 Magnús með Sankti Bernharðshundinn við tökur á Úlf Úlf myndbandinu "Brennum allt“ Visir/Einkasafn Leikstjórinn Magnús Leifsson hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska myndbandagerð frá því að hann steig sín fyrstu skref fyrir nokkrum árum. Nýverið fékk hann þær fréttir að tvö myndbönd hans eru tilnefnd til ferna verðlauna á Nordic Music Video Awards 2016 sem veitt verða í Osló í maí. Þar fær myndband lagsins „Birds of Paradise“ með hljómsveitinni Milkywhale þrjár tilnefningar en söngkona sveitarinnar, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, er sambýliskona hans. Myndbandið er tilnefnt í flokkunum; „besta listræna stjórnun“, „besti flutningur listamanns“ og „myndband ársins“. Hundar út um allt Tilnefning Milkywhale kemur örlítið á óvart þar sem sveitin er ný og lítt þekkt. Um er að ræða dúett Melkorku og Árna Rúnars Hlöðverssonar sem einnig starfrækir FM Belfast. „Þeim gekk vel á Airwaves síðast og var í kjölfarið boðið að koma út að spila á Hróarskeldu. Það eru spennandi hlutir að gerast hjá þeim núna,“ segir Magnús. Talið berst svo að myndbandinu tilnefnda. „Húsið í myndbandinu er hús sem amma og afi Melkorku bjuggu í. Henni þykir vænt um það og langaði til þess að gera einhvers konar portrett af því“. Mótleikari Melkorku í myndbandinu er mjög fallegur og vel greiddur hundur af afgan tegund. „Við erum búin að vera skotin í þessari tegund í smá tíma. Frænka Melkorku er tengd inn í hundasenuna og hún hjálpaði okkur að komast í samband við aðila sem átti svona hund“. Magnús er einnig leikstjóri myndbandsins „Brennum allt“ sem gert var eftir lagi Úlfs Úlfs. Í því lagi fer rapparinn Kött Grá Pjé á hundasýningu og segir Magnús myndböndin tvö tengjast innbyrðis. „Eigandinn á Sankti Bernhards hundunum í Úlf Úlf myndbandinu benti okkur á hvar við gátum fundið hundinn fyrir myndband Milkywhale“.Fær Fjallið styttuna? Einnig fær myndband sem Magnús gerði fyrir Ólaf Arnalds og píanóleikarann Alice Söru Ott, þar sem þau endurtúlka meistaraverk Chopin „Reminiscence“, tilnefningu fyrir „besta leik“. Þá má því segja að sú tilnefning sé frekar beint til Hafþórs Júlíus Björnsson eða Fjallsins, Þórhalls Sigurðssonar og Þormósi Árna Jónssonar sem leika í því. Ef myndbandið vinnur þann flokk verða þeir þrír líklegast þá að skera úr því hver eigi að fá styttuna heim. Við veðjum á Fjallið. Auk þess að hafa gert áðurnefnd myndbönd er Magnús einnig leikstjóri myndbandanna „Wolves Without Teeth“ með Of Monsters and Men, „Strákarnir“ með Emmsjé Gauta og „Glow“ með Retro Stefsson. Næst á dagskrá hjá Magnúsi er nýtt myndband við nýtt lag Retro Stefson sem heitir „Skin by skin“. Nánasti samstarfsmaður Magnúsar er Sigurður Eyþórsson sem klippir öll myndbönd hans. Magnús er ekki eini íslendingurinn sem eiga í tilnefningum á verðlaunum. Myndband Elvars Gunnarssonar við „Blk Daimond“ eftir Zebra Katz er tilnefnt í flokki „bestu klippingar“. Íslenski kvikmyndaframleiðandinn Svana Gísla kom svo að myndbandi David Bowie við lagið „Blackstar“ en það er tilnefnt í flokkunum „besti leikstjóri“, „besta kvikmyndataka“, „besta listræna stjórnunin“ og „besta myndbandið“. Airwaves Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Leikstjórinn Magnús Leifsson hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska myndbandagerð frá því að hann steig sín fyrstu skref fyrir nokkrum árum. Nýverið fékk hann þær fréttir að tvö myndbönd hans eru tilnefnd til ferna verðlauna á Nordic Music Video Awards 2016 sem veitt verða í Osló í maí. Þar fær myndband lagsins „Birds of Paradise“ með hljómsveitinni Milkywhale þrjár tilnefningar en söngkona sveitarinnar, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, er sambýliskona hans. Myndbandið er tilnefnt í flokkunum; „besta listræna stjórnun“, „besti flutningur listamanns“ og „myndband ársins“. Hundar út um allt Tilnefning Milkywhale kemur örlítið á óvart þar sem sveitin er ný og lítt þekkt. Um er að ræða dúett Melkorku og Árna Rúnars Hlöðverssonar sem einnig starfrækir FM Belfast. „Þeim gekk vel á Airwaves síðast og var í kjölfarið boðið að koma út að spila á Hróarskeldu. Það eru spennandi hlutir að gerast hjá þeim núna,“ segir Magnús. Talið berst svo að myndbandinu tilnefnda. „Húsið í myndbandinu er hús sem amma og afi Melkorku bjuggu í. Henni þykir vænt um það og langaði til þess að gera einhvers konar portrett af því“. Mótleikari Melkorku í myndbandinu er mjög fallegur og vel greiddur hundur af afgan tegund. „Við erum búin að vera skotin í þessari tegund í smá tíma. Frænka Melkorku er tengd inn í hundasenuna og hún hjálpaði okkur að komast í samband við aðila sem átti svona hund“. Magnús er einnig leikstjóri myndbandsins „Brennum allt“ sem gert var eftir lagi Úlfs Úlfs. Í því lagi fer rapparinn Kött Grá Pjé á hundasýningu og segir Magnús myndböndin tvö tengjast innbyrðis. „Eigandinn á Sankti Bernhards hundunum í Úlf Úlf myndbandinu benti okkur á hvar við gátum fundið hundinn fyrir myndband Milkywhale“.Fær Fjallið styttuna? Einnig fær myndband sem Magnús gerði fyrir Ólaf Arnalds og píanóleikarann Alice Söru Ott, þar sem þau endurtúlka meistaraverk Chopin „Reminiscence“, tilnefningu fyrir „besta leik“. Þá má því segja að sú tilnefning sé frekar beint til Hafþórs Júlíus Björnsson eða Fjallsins, Þórhalls Sigurðssonar og Þormósi Árna Jónssonar sem leika í því. Ef myndbandið vinnur þann flokk verða þeir þrír líklegast þá að skera úr því hver eigi að fá styttuna heim. Við veðjum á Fjallið. Auk þess að hafa gert áðurnefnd myndbönd er Magnús einnig leikstjóri myndbandanna „Wolves Without Teeth“ með Of Monsters and Men, „Strákarnir“ með Emmsjé Gauta og „Glow“ með Retro Stefsson. Næst á dagskrá hjá Magnúsi er nýtt myndband við nýtt lag Retro Stefson sem heitir „Skin by skin“. Nánasti samstarfsmaður Magnúsar er Sigurður Eyþórsson sem klippir öll myndbönd hans. Magnús er ekki eini íslendingurinn sem eiga í tilnefningum á verðlaunum. Myndband Elvars Gunnarssonar við „Blk Daimond“ eftir Zebra Katz er tilnefnt í flokki „bestu klippingar“. Íslenski kvikmyndaframleiðandinn Svana Gísla kom svo að myndbandi David Bowie við lagið „Blackstar“ en það er tilnefnt í flokkunum „besti leikstjóri“, „besta kvikmyndataka“, „besta listræna stjórnunin“ og „besta myndbandið“.
Airwaves Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira