Selja allt nema spítalagallana Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:00 Fjórar af þeim tíu Reykjavíkurdætrum sem munu selja úr fataskápunum sínum í dag. Á myndinni eru þær Jóhanna, Salka, Bergþóra og Steinunn. frettablaðið/Stefán Í dag mun rappsveitin Reykjavíkurdætur selja af sér spjarirnar á Prikinu. Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum sveitarinnar, segir að meðal þess sem verður til sölu verði fatnaður sem stelpurnar hafa klæðst á tónleikum sínum. „Það verða samt engir spítalagallar á boðstólum því miður. Okkur langar að endurnýja fataskápinn okkar og við vorum með svipaðan fatamarkað fyrir seinasta sumar sem gekk mjög vel og það voru allir rosa ánægðir. Þetta árið verðum við samt líka með Reykjavíkurdætravarning en salan á honum rennur til fjármögnunar nýju plötunnar okkar sem er væntanleg í sumar.“ Ljóst er að nægt úrval fata verður á markaðinum enda ætla tíu stelpur úr þessari 16 manna hljómsveit að selja fötin sín. Steinunn segir að öll hin mikla samvinna í svona stórum hópi hafi gengið vonum framar og það að taka upp lög eða halda tónleika gangi eins og vel smurð vél. „Við erum mjög margar í þessari hljómsveit en það hefur ekki verið neitt vandamál. Við erum allar mjög ólíkar og með mismunandi skoðanir en við erum búnar að þekkjast lengi og vinna náið saman þannig að við erum farnar að kunna hver á aðra. Við látum þetta virka.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Reykjavíkurdætrum upp á síðkastið og það lítur allt út fyrir að sumarið verði þeirra allra annasamasta hingað til. „Við fórum til London í byrjun mars og komum þá fram á þrennum tónleikum sem gekk alveg eins og í sögu. Svo í sumar erum við að fara á smá túr. Við spilum á tónlistarhátíðum í Noregi og Belgíu og svo loksins í Hróarskeldu í Danmörku.“ Rappsveitin er nú að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu og eru þær að fjármagna hana að mestu með framlögum í gegnum Karolinafund. „Ég mundi segja að um 80% af plötunni séu tilbúin. Þetta verður mjög fjölbreytt plata og við erum að fá takta frá mjög mismunandi upptöskustjórum. Það verður líka nýtt hóplag á plötunni sem er framleitt af Ólafi Arnalds og Helga Sæmundi. Það eru tvær vikur eftir af Kickstarter-söfnuninni og við erum að bjóða upp á alls konar skemmtilegt fyrir þá sem leggja okkur lið. Til dæmis fyrir væna upphæð ætlum við að bjóða upp á ferð um Gullna hringinn nema í okkar eigin stíl.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur gefa út plötu og opna nýja heimasíðu Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að gefa út plötu og ætlar sveitin að framleiða hana sjálfar. Þær hafa nú hafið söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu á nýju plötunni. 3. mars 2016 15:30 Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu. Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri. 9. mars 2016 09:41 Reykjavíkurdætur orðnar þreyttar á öllum þessum fanbois "Lagið þeyttist fram á nokkrum dögum,“ segir Anna Tara Andrésdóttir um spánnýtt lag og myndband Reykjavíkurdætra, Fanbois. 8. mars 2016 08:00 Íslenskt "Girl power“ í London Um 15 íslenskar popp-stúlkur lögðu mark sitt á tónlistarsenuna í London um helgina. 14. mars 2016 11:04 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Í dag mun rappsveitin Reykjavíkurdætur selja af sér spjarirnar á Prikinu. Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum sveitarinnar, segir að meðal þess sem verður til sölu verði fatnaður sem stelpurnar hafa klæðst á tónleikum sínum. „Það verða samt engir spítalagallar á boðstólum því miður. Okkur langar að endurnýja fataskápinn okkar og við vorum með svipaðan fatamarkað fyrir seinasta sumar sem gekk mjög vel og það voru allir rosa ánægðir. Þetta árið verðum við samt líka með Reykjavíkurdætravarning en salan á honum rennur til fjármögnunar nýju plötunnar okkar sem er væntanleg í sumar.“ Ljóst er að nægt úrval fata verður á markaðinum enda ætla tíu stelpur úr þessari 16 manna hljómsveit að selja fötin sín. Steinunn segir að öll hin mikla samvinna í svona stórum hópi hafi gengið vonum framar og það að taka upp lög eða halda tónleika gangi eins og vel smurð vél. „Við erum mjög margar í þessari hljómsveit en það hefur ekki verið neitt vandamál. Við erum allar mjög ólíkar og með mismunandi skoðanir en við erum búnar að þekkjast lengi og vinna náið saman þannig að við erum farnar að kunna hver á aðra. Við látum þetta virka.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Reykjavíkurdætrum upp á síðkastið og það lítur allt út fyrir að sumarið verði þeirra allra annasamasta hingað til. „Við fórum til London í byrjun mars og komum þá fram á þrennum tónleikum sem gekk alveg eins og í sögu. Svo í sumar erum við að fara á smá túr. Við spilum á tónlistarhátíðum í Noregi og Belgíu og svo loksins í Hróarskeldu í Danmörku.“ Rappsveitin er nú að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu og eru þær að fjármagna hana að mestu með framlögum í gegnum Karolinafund. „Ég mundi segja að um 80% af plötunni séu tilbúin. Þetta verður mjög fjölbreytt plata og við erum að fá takta frá mjög mismunandi upptöskustjórum. Það verður líka nýtt hóplag á plötunni sem er framleitt af Ólafi Arnalds og Helga Sæmundi. Það eru tvær vikur eftir af Kickstarter-söfnuninni og við erum að bjóða upp á alls konar skemmtilegt fyrir þá sem leggja okkur lið. Til dæmis fyrir væna upphæð ætlum við að bjóða upp á ferð um Gullna hringinn nema í okkar eigin stíl.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur gefa út plötu og opna nýja heimasíðu Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að gefa út plötu og ætlar sveitin að framleiða hana sjálfar. Þær hafa nú hafið söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu á nýju plötunni. 3. mars 2016 15:30 Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu. Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri. 9. mars 2016 09:41 Reykjavíkurdætur orðnar þreyttar á öllum þessum fanbois "Lagið þeyttist fram á nokkrum dögum,“ segir Anna Tara Andrésdóttir um spánnýtt lag og myndband Reykjavíkurdætra, Fanbois. 8. mars 2016 08:00 Íslenskt "Girl power“ í London Um 15 íslenskar popp-stúlkur lögðu mark sitt á tónlistarsenuna í London um helgina. 14. mars 2016 11:04 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Reykjavíkurdætur gefa út plötu og opna nýja heimasíðu Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að gefa út plötu og ætlar sveitin að framleiða hana sjálfar. Þær hafa nú hafið söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu á nýju plötunni. 3. mars 2016 15:30
Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu. Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri. 9. mars 2016 09:41
Reykjavíkurdætur orðnar þreyttar á öllum þessum fanbois "Lagið þeyttist fram á nokkrum dögum,“ segir Anna Tara Andrésdóttir um spánnýtt lag og myndband Reykjavíkurdætra, Fanbois. 8. mars 2016 08:00
Íslenskt "Girl power“ í London Um 15 íslenskar popp-stúlkur lögðu mark sitt á tónlistarsenuna í London um helgina. 14. mars 2016 11:04