Hyundai býður fjórum á EM í sumar Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 14:34 Hyundai er aðalstyrktaraðili EM í fótbolta. Hyundai Motors er aðalstyrktaraðili Evrópumótsins í fótbolta sem hefst í júní. Af því tilefni hefur Hyundai á Íslandi ákveðið að efna til reynsluakstursleik sem felst í því að reynsluaka nýjum bíl hjá Hyundai í Garðabæ. Allan apríl og maí öðlast þeir sem reynsluaka Hyundai bíl möguleika á því að vinna ferð með öllu fyrir tvo í sannkallaða þjóðhátíðarferð á leik Íslands og Ungverjalands sem fram fer þann 18. júní í Marseille í Frakklandi. Þann 31. maí verður dregið úr pottinum og hljóta báðir vinningshafar ferð fyrir tvo til Frakklands. Innifalið er flug, gisting, miðar á leikinn og ferðir með fararstjórn til og frá leikvanginum. Leikurinn hófst í morgun, 1. apríl og taka má fram að opið er á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent
Hyundai Motors er aðalstyrktaraðili Evrópumótsins í fótbolta sem hefst í júní. Af því tilefni hefur Hyundai á Íslandi ákveðið að efna til reynsluakstursleik sem felst í því að reynsluaka nýjum bíl hjá Hyundai í Garðabæ. Allan apríl og maí öðlast þeir sem reynsluaka Hyundai bíl möguleika á því að vinna ferð með öllu fyrir tvo í sannkallaða þjóðhátíðarferð á leik Íslands og Ungverjalands sem fram fer þann 18. júní í Marseille í Frakklandi. Þann 31. maí verður dregið úr pottinum og hljóta báðir vinningshafar ferð fyrir tvo til Frakklands. Innifalið er flug, gisting, miðar á leikinn og ferðir með fararstjórn til og frá leikvanginum. Leikurinn hófst í morgun, 1. apríl og taka má fram að opið er á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent