Lögregla á Brusselflugvelli hótar verkfalli Þorfinnur Ómarsson skrifar 1. apríl 2016 13:49 Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00
Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03