Diaz: Conor fær allt hjá UFC eins og smábarn þannig ég verð að berja hann aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 12:30 Síðast þegar Diaz og Conor mættust gerðist þetta. vísir/getty Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00
Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15
Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45
Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00
Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00