Ryder: Skil af hverju fólk hefur áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2016 18:00 Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00