Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. apríl 2016 15:30 Rosberg og Raikkonen á kappakstursbrautinni. Vísir/Getty Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. Felipe Massa á Williams sprengdi dekk eftir 20 mínútur og rauðum flöggum var veifað. Eftir skamma stund var brautin opnuð aftur. Massa sprengdi annað dekk fljótlega eftir að brautin opnaði. Kevin Magnussen hjá Renault var annar ökumaðurinn til að sprengja dekk, það gerðist þó á meiri hraða. Hann var á meiri hraða en Massa. Hann skemmdi afturfjöðrun á bílnum. Fernando Alonso hafði fengið skilyrt keppnisleyfi frá læknum keppninnar. Alonso fékk ekki keppnisheimild fyrir síðustu keppni í Bahrein vegna áverka sem hann hlaut í árekstri í Ástralíu. Eftir nánari skoðun hefur Alonso nú fengið keppnisleyfi fyrir keppnina í Kína. Rosberg lenti í vélavandræðum undir lok æfingarinnar og Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og liðsfélagi Rosberg snéri bílnum tvisvar í sömu beygjunni. Seinni æfingin var hraðari, Ferrari náði fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel varð annar. Mercedes fylgdi fast á eftir og Rosberg og Hamilton voru í þriðja og fjórða sæti. Það munaði minna en hálfri sekúndu á Raikkonen í fyrsta sæti og Hamilton í fjórða. Tímatakan á morgun verður því spennandi.Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 6:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og svo frá keppninni klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum úrslitum helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu Heimsmeistarinn ökumanna í Formúlu 1, Lewis Hamilton verður færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Kína eftir tímatökuna um helgina. Ástæðan er sú að Hamilton þarf nýjan gírkassa. 14. apríl 2016 17:45 Honda einbeitir sér nú að afli í stað áreiðanleika Japanski vélaframleiðandinn sem skaffar McLaren liðinu vélar hefur nú fært áhersluna frá áreiðanleika og yfir á að auka afl vélarinnar. 11. apríl 2016 19:45 Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 hefur fengið skilyrt leyfi til að keppa í kínverska kappakstrinum um helgina. Hann fékk ekki að keppa í síðustu keppni af læknisfræðilegum ástæðum. 14. apríl 2016 20:15 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. Felipe Massa á Williams sprengdi dekk eftir 20 mínútur og rauðum flöggum var veifað. Eftir skamma stund var brautin opnuð aftur. Massa sprengdi annað dekk fljótlega eftir að brautin opnaði. Kevin Magnussen hjá Renault var annar ökumaðurinn til að sprengja dekk, það gerðist þó á meiri hraða. Hann var á meiri hraða en Massa. Hann skemmdi afturfjöðrun á bílnum. Fernando Alonso hafði fengið skilyrt keppnisleyfi frá læknum keppninnar. Alonso fékk ekki keppnisheimild fyrir síðustu keppni í Bahrein vegna áverka sem hann hlaut í árekstri í Ástralíu. Eftir nánari skoðun hefur Alonso nú fengið keppnisleyfi fyrir keppnina í Kína. Rosberg lenti í vélavandræðum undir lok æfingarinnar og Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og liðsfélagi Rosberg snéri bílnum tvisvar í sömu beygjunni. Seinni æfingin var hraðari, Ferrari náði fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel varð annar. Mercedes fylgdi fast á eftir og Rosberg og Hamilton voru í þriðja og fjórða sæti. Það munaði minna en hálfri sekúndu á Raikkonen í fyrsta sæti og Hamilton í fjórða. Tímatakan á morgun verður því spennandi.Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 6:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og svo frá keppninni klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum úrslitum helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu Heimsmeistarinn ökumanna í Formúlu 1, Lewis Hamilton verður færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Kína eftir tímatökuna um helgina. Ástæðan er sú að Hamilton þarf nýjan gírkassa. 14. apríl 2016 17:45 Honda einbeitir sér nú að afli í stað áreiðanleika Japanski vélaframleiðandinn sem skaffar McLaren liðinu vélar hefur nú fært áhersluna frá áreiðanleika og yfir á að auka afl vélarinnar. 11. apríl 2016 19:45 Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 hefur fengið skilyrt leyfi til að keppa í kínverska kappakstrinum um helgina. Hann fékk ekki að keppa í síðustu keppni af læknisfræðilegum ástæðum. 14. apríl 2016 20:15 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu Heimsmeistarinn ökumanna í Formúlu 1, Lewis Hamilton verður færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Kína eftir tímatökuna um helgina. Ástæðan er sú að Hamilton þarf nýjan gírkassa. 14. apríl 2016 17:45
Honda einbeitir sér nú að afli í stað áreiðanleika Japanski vélaframleiðandinn sem skaffar McLaren liðinu vélar hefur nú fært áhersluna frá áreiðanleika og yfir á að auka afl vélarinnar. 11. apríl 2016 19:45
Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 hefur fengið skilyrt leyfi til að keppa í kínverska kappakstrinum um helgina. Hann fékk ekki að keppa í síðustu keppni af læknisfræðilegum ástæðum. 14. apríl 2016 20:15
Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15