Noise gefur út nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. apríl 2016 10:15 Hljómsveitin Noise gefur út sína fjórðu plötu í dag. Mynd/Sigrún Kristín. Hljómsveitin NOISE gefur út sína fjórðu plötu, Echoes, í dag og mun af því tilefni spila á tónleikum í Tjarnarbíói 7. maí og Græna hattinum Akureyri 20. maí. Þar munu þeir spila plötuna í heild sinni. Hljómsveitin ætti að vera mörgum kunn t.d. fyrir lög eins og A Stab in the Dark, sem vakti mikla athygli á sínum tíma og var m.a. valið lag ársins á Sunset Island tónlistarverðlaununum og P.U.N.K, sem kom út fyrir tveimur árum og naut nokkurra vinsælda. Síðan þá hefur NOISE verið að spila töluvert í Evrópu og Bretlandi þar sem sveitin á sér dyggan aðdáendahóp auk þess að vinna hörðum höndum að nýju plötunni sem mun loksins líta dagsins ljós í dag. „Við tókum plötuna upp og mixuðum sjálfir í eigin stúdíói, Hljóðverki. Þetta er öðruvísi nálgun fyrir hljómsveitina; platan er órafmögnuð og við fengum strengjasveit Marks Lanegan í nokkur lög,“ segir Einar Vilberg, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, um nýjustu afurðina. Bandið skipa, auk Einars, þeir Stefán Vilberg bassaleikari, Þorvaldur Ingveldarson trommuleikari og Valdimar Kristjónsson sem spilar á píanó. „Það er verið að setja upp einhverjar dagsetningar í þýskalandi“ segir Einar aðspurður um hvort þeir stefni ekki út fyrir landsteinana í framhaldinu. Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin NOISE gefur út sína fjórðu plötu, Echoes, í dag og mun af því tilefni spila á tónleikum í Tjarnarbíói 7. maí og Græna hattinum Akureyri 20. maí. Þar munu þeir spila plötuna í heild sinni. Hljómsveitin ætti að vera mörgum kunn t.d. fyrir lög eins og A Stab in the Dark, sem vakti mikla athygli á sínum tíma og var m.a. valið lag ársins á Sunset Island tónlistarverðlaununum og P.U.N.K, sem kom út fyrir tveimur árum og naut nokkurra vinsælda. Síðan þá hefur NOISE verið að spila töluvert í Evrópu og Bretlandi þar sem sveitin á sér dyggan aðdáendahóp auk þess að vinna hörðum höndum að nýju plötunni sem mun loksins líta dagsins ljós í dag. „Við tókum plötuna upp og mixuðum sjálfir í eigin stúdíói, Hljóðverki. Þetta er öðruvísi nálgun fyrir hljómsveitina; platan er órafmögnuð og við fengum strengjasveit Marks Lanegan í nokkur lög,“ segir Einar Vilberg, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, um nýjustu afurðina. Bandið skipa, auk Einars, þeir Stefán Vilberg bassaleikari, Þorvaldur Ingveldarson trommuleikari og Valdimar Kristjónsson sem spilar á píanó. „Það er verið að setja upp einhverjar dagsetningar í þýskalandi“ segir Einar aðspurður um hvort þeir stefni ekki út fyrir landsteinana í framhaldinu.
Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira