Haraldur: MMA-heimurinn þarf að fara í naflaskoðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. apríl 2016 15:33 Haraldur með Gunnari syni sínum í Las Vegas fyrir bardagakvöld í UFC. vísir/böd Það gustar um blandaðar bardagalistir, MMA, þessa dagana í kjölfarið á dauðsfalli Portúgalans Joao Carvalho. Hann lést á mánudag eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðáverkum í bardaga í Dublin á laugardag. Gagnrýnin á íþróttina er til að mynda mikil í Írlandi. Íþróttamálaráðherra landsins hefur tjáð sig um málið og óskað eftir betra regluverki í kringum íþróttina. Í sama streng tók formaður Íþróttasambands Írlands.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Ég er ekkert ósammála þessum orðum. Að vísu var umgjörðin á þessu tilteknu kvöldi í lagi en ég er alveg sammála að þarf að taka á svona málum. Það er engin tilviljun að hjá UFC, sem er hvað harðast með reglur, að þar hafa ekki orðið nein alvarleg slys í 20 ár,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Hann er einnig framkvæmdastjóri Mjölnis og einn af þeim sem berst fyrir lögleiðingu MMA á Íslandi. „Það er með þetta eins og allt annað. Til að mynda með kappakstur. Þú leyfir ekki hverjum sem er að setja upp kappakstursbraut og svo bara keppa menn.“Joao Carvalho lést á mánudag.mynd/facebookHaraldur bendir á að enn liggi ekki fyrir hvað hafi dregið Carvalho til dauða. Menn viti ekki hvort það hafi verið eitthvað undirliggjandi í hans líkamsástandi.Sjá einnig: Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa „Svo var helsti taugasérfræðingur Írlands, Dan Healey, á staðnum líka. Þetta er samt þannig sport að ef það verður slys þá verður allt vitlaust. Menn stökkva fram og segja hvað sagði ég? Við vitum vel að sportið er hættulegt sem og höfuðhögg. Rétt eins og kappakstur, brun og annað þar sem er hætta á alvarlegum meiðslum. Í slíkum íþróttum verða alltaf slys.“Bannað að fara í afneitun Haraldur styður það að allir sem koma að MMA vandi til verka og vill ekki að menn stökkvi í vörn núna. „Menn mega ekki fara einhverja afneitun og við megum aldrei gera það. Þetta sport er hættulegra en margt annað en þetta sport er líka með minni slysatíðni en margar aðrar íþróttir.“Sjá einnig: Íþróttamálaráðherra Íra: Ég sá þessa hættu fyrir MMA er leyfilegt víða í Evrópu en ekki á Íslandi. Það er þó draumur Haraldar og fleiri að það verði hægt að keppa í MMA hér á Íslandi. „Ég er sammála þeirri gagnrýni að regluverkið þurfi að vera í lagi. Einhverjir hafa sagt að það sé ekkert ólöglegt að vera með MMA á Íslandi. Það er sennilega ekki ólöglegt en það eru engar reglur um það. Það breytir því ekki að ég vil ekki fara af stað með mót fyrr en við höfum allt slíkt á hreinu hérna,“ segir Haraldur en hann hefur horft til Svíþjóðar þegar kemur að því að smíða regluverk fyrir MMA á Íslandi. „Sænska módelið er mjög flott módel. Þegar kemur að öryggiskröfum er þeir með sex sett af öryggisreglum. Svo er samband sem heldur utan um allt og það er innan íþróttasambands Svíþjóðar.“Gunnar gengur reglulega undir allar skoðanir svo það sé á hreinu að hann sé hæfur til þess að stíga í búrið.vísir/gettyÞurfa sjálfir að borga fyrir læknisskoðanir utan UFC Áður en Gunnar Nelson skrifaði undir samning við UFC þá þurfti hann að gangast undir ýmsar rannsóknir. „Gunnar þurfti að gangast meðal annars undir skoðun í heilaskanna sem kostaði hátt í 200 þúsund krónur. Við urðum að greiða þá upphæð sjálfir en UFC sér síðan um lækniskostnað eftir að búið er að semja við þá. Margir af krökkunum þarna úti sem eru að stunda íþróttina fara ekki í svona skoðanir. Þeir koma sér undan því,“ segir Haraldur en áðurnefndur taugasérfræðingur, Dan Healy, skoðaði myndirnar af Gunnari á sínum tíma og einnig eftir að hann tapaði gegn Rick Story í Svíþjóð. „Ég tel að regluverkið í MMA sé orðið nokkuð gott en auðvitað má alltaf gera betur. Regluverkið í kringum íþróttina er svo mjög mismunandi eftir löndum. Því höfum við horft mikið til Svíþjóðar því að okkar mati er það fyrirmyndarmódel. Því eru flestir sammála.“Hlynntur frelsi einstaklingsins Nú er neikvæð umræða um íþróttina en Haraldur trúir því ekki að það muni skemma fyrir því að MMA verði gert löglegt á Íslandi. „Þetta er vissulega ekki að gera okkur auðveldara fyrir. Í pólítík eru alltaf einhverjir til í að fara auðveldu leiðina og banna. Ég er hlynntur frelsi einstaklingsins að mega velja og hafna svo framarlega sem valið sé upplýst og eitt gangi yfir alla. Ég vona að menn láti ekki glepjast af þessu því ef menn ætla að fara þá leið að standa í vegi fyrir einhverju af því maður lést í keppni og við vitum ekki enn af hverju hann lést,“ segir Haraldur. „Við vitum samt alveg að sportið er hættulegt en ef við ætlum að fara þá leið að banna allt sem er hættulegt hvar endum við þá? Hvað hafa margir dáið eða lamast á Íslandi í hestaíþróttum? Hvað hafa margir dáið á snjósleða upp á fjöllum? Það eru margar hættulegar athafnir sem eru löglegar.“ Haraldur sér ekkert því til fyrirstöðu að leyfa MMA á Íslandi ef regluverkið er gott sem og allt eftirlit. „Ef menn hafa fengið rétta þjálfun og gengið í gegnum góða læknisskoðun. Jafnvel þó menn geri það geta orðið slys. Hætturnar eru auðvitað alls staðar. Menn hafa látist af einu höggi út á götu. Það er oftar en ekki af því það var eitthvað undirliggjandi. MMA-heimurinn er að syrgja þennan dreng núna en hann á svo að nota þetta slys sem tækifæri til þess að fara í naflaskoðun. Spyrja sig að því hvar sé hægt að gera betur?“ MMA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Það gustar um blandaðar bardagalistir, MMA, þessa dagana í kjölfarið á dauðsfalli Portúgalans Joao Carvalho. Hann lést á mánudag eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðáverkum í bardaga í Dublin á laugardag. Gagnrýnin á íþróttina er til að mynda mikil í Írlandi. Íþróttamálaráðherra landsins hefur tjáð sig um málið og óskað eftir betra regluverki í kringum íþróttina. Í sama streng tók formaður Íþróttasambands Írlands.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Ég er ekkert ósammála þessum orðum. Að vísu var umgjörðin á þessu tilteknu kvöldi í lagi en ég er alveg sammála að þarf að taka á svona málum. Það er engin tilviljun að hjá UFC, sem er hvað harðast með reglur, að þar hafa ekki orðið nein alvarleg slys í 20 ár,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Hann er einnig framkvæmdastjóri Mjölnis og einn af þeim sem berst fyrir lögleiðingu MMA á Íslandi. „Það er með þetta eins og allt annað. Til að mynda með kappakstur. Þú leyfir ekki hverjum sem er að setja upp kappakstursbraut og svo bara keppa menn.“Joao Carvalho lést á mánudag.mynd/facebookHaraldur bendir á að enn liggi ekki fyrir hvað hafi dregið Carvalho til dauða. Menn viti ekki hvort það hafi verið eitthvað undirliggjandi í hans líkamsástandi.Sjá einnig: Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa „Svo var helsti taugasérfræðingur Írlands, Dan Healey, á staðnum líka. Þetta er samt þannig sport að ef það verður slys þá verður allt vitlaust. Menn stökkva fram og segja hvað sagði ég? Við vitum vel að sportið er hættulegt sem og höfuðhögg. Rétt eins og kappakstur, brun og annað þar sem er hætta á alvarlegum meiðslum. Í slíkum íþróttum verða alltaf slys.“Bannað að fara í afneitun Haraldur styður það að allir sem koma að MMA vandi til verka og vill ekki að menn stökkvi í vörn núna. „Menn mega ekki fara einhverja afneitun og við megum aldrei gera það. Þetta sport er hættulegra en margt annað en þetta sport er líka með minni slysatíðni en margar aðrar íþróttir.“Sjá einnig: Íþróttamálaráðherra Íra: Ég sá þessa hættu fyrir MMA er leyfilegt víða í Evrópu en ekki á Íslandi. Það er þó draumur Haraldar og fleiri að það verði hægt að keppa í MMA hér á Íslandi. „Ég er sammála þeirri gagnrýni að regluverkið þurfi að vera í lagi. Einhverjir hafa sagt að það sé ekkert ólöglegt að vera með MMA á Íslandi. Það er sennilega ekki ólöglegt en það eru engar reglur um það. Það breytir því ekki að ég vil ekki fara af stað með mót fyrr en við höfum allt slíkt á hreinu hérna,“ segir Haraldur en hann hefur horft til Svíþjóðar þegar kemur að því að smíða regluverk fyrir MMA á Íslandi. „Sænska módelið er mjög flott módel. Þegar kemur að öryggiskröfum er þeir með sex sett af öryggisreglum. Svo er samband sem heldur utan um allt og það er innan íþróttasambands Svíþjóðar.“Gunnar gengur reglulega undir allar skoðanir svo það sé á hreinu að hann sé hæfur til þess að stíga í búrið.vísir/gettyÞurfa sjálfir að borga fyrir læknisskoðanir utan UFC Áður en Gunnar Nelson skrifaði undir samning við UFC þá þurfti hann að gangast undir ýmsar rannsóknir. „Gunnar þurfti að gangast meðal annars undir skoðun í heilaskanna sem kostaði hátt í 200 þúsund krónur. Við urðum að greiða þá upphæð sjálfir en UFC sér síðan um lækniskostnað eftir að búið er að semja við þá. Margir af krökkunum þarna úti sem eru að stunda íþróttina fara ekki í svona skoðanir. Þeir koma sér undan því,“ segir Haraldur en áðurnefndur taugasérfræðingur, Dan Healy, skoðaði myndirnar af Gunnari á sínum tíma og einnig eftir að hann tapaði gegn Rick Story í Svíþjóð. „Ég tel að regluverkið í MMA sé orðið nokkuð gott en auðvitað má alltaf gera betur. Regluverkið í kringum íþróttina er svo mjög mismunandi eftir löndum. Því höfum við horft mikið til Svíþjóðar því að okkar mati er það fyrirmyndarmódel. Því eru flestir sammála.“Hlynntur frelsi einstaklingsins Nú er neikvæð umræða um íþróttina en Haraldur trúir því ekki að það muni skemma fyrir því að MMA verði gert löglegt á Íslandi. „Þetta er vissulega ekki að gera okkur auðveldara fyrir. Í pólítík eru alltaf einhverjir til í að fara auðveldu leiðina og banna. Ég er hlynntur frelsi einstaklingsins að mega velja og hafna svo framarlega sem valið sé upplýst og eitt gangi yfir alla. Ég vona að menn láti ekki glepjast af þessu því ef menn ætla að fara þá leið að standa í vegi fyrir einhverju af því maður lést í keppni og við vitum ekki enn af hverju hann lést,“ segir Haraldur. „Við vitum samt alveg að sportið er hættulegt en ef við ætlum að fara þá leið að banna allt sem er hættulegt hvar endum við þá? Hvað hafa margir dáið eða lamast á Íslandi í hestaíþróttum? Hvað hafa margir dáið á snjósleða upp á fjöllum? Það eru margar hættulegar athafnir sem eru löglegar.“ Haraldur sér ekkert því til fyrirstöðu að leyfa MMA á Íslandi ef regluverkið er gott sem og allt eftirlit. „Ef menn hafa fengið rétta þjálfun og gengið í gegnum góða læknisskoðun. Jafnvel þó menn geri það geta orðið slys. Hætturnar eru auðvitað alls staðar. Menn hafa látist af einu höggi út á götu. Það er oftar en ekki af því það var eitthvað undirliggjandi. MMA-heimurinn er að syrgja þennan dreng núna en hann á svo að nota þetta slys sem tækifæri til þess að fara í naflaskoðun. Spyrja sig að því hvar sé hægt að gera betur?“
MMA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira