Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Karl Lúðvíksson skrifar 13. apríl 2016 09:19 Fimmtudaginn14. apríl n.k. verður haldið málþing um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur en áform um stóraukið kvíaeldi við landið veldur veiðimönnum miklum áhyggjum. Það eru Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga sem standa fyrir málþinginu í samstarfi við Angling iQ. Málþingið hefst kl. 16:10 og mun það fara fram í aðalsal Háskólabíós. Frummælendur koma víða að en þeir eru: Orri Vigfússon, formaður North Atlantic Salmon Fund, sem berst fyrir verndun laxastofna Norður-Atlantshafsins. Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og doktorsnemi í fiskifræðum. Erlendur mun fjalla um umfang og áhrif sjókvíaeldis á norskum laxi í Eyjafirði. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Erindi hans nefnist Áskoranir í íslensku fiskeldi. Kjetil Hindar, yfirmaður rannsókna hjá Norsk institutt for naturforskning (NINA). Kjetil mun fjalla um erfða- og vistfræðileg áhrif strokinna eldislaxa á villta laxastofna í Noregi. Fundarstjóri er Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Málþingið mun fara fram samhliða veiðisýningunni RISE í Háskólabíó fimmtudaginn 14. apríl og mun standa frá kl. 16:10 til kl. 18:30 með hléi. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Fimmtudaginn14. apríl n.k. verður haldið málþing um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur en áform um stóraukið kvíaeldi við landið veldur veiðimönnum miklum áhyggjum. Það eru Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga sem standa fyrir málþinginu í samstarfi við Angling iQ. Málþingið hefst kl. 16:10 og mun það fara fram í aðalsal Háskólabíós. Frummælendur koma víða að en þeir eru: Orri Vigfússon, formaður North Atlantic Salmon Fund, sem berst fyrir verndun laxastofna Norður-Atlantshafsins. Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og doktorsnemi í fiskifræðum. Erlendur mun fjalla um umfang og áhrif sjókvíaeldis á norskum laxi í Eyjafirði. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Erindi hans nefnist Áskoranir í íslensku fiskeldi. Kjetil Hindar, yfirmaður rannsókna hjá Norsk institutt for naturforskning (NINA). Kjetil mun fjalla um erfða- og vistfræðileg áhrif strokinna eldislaxa á villta laxastofna í Noregi. Fundarstjóri er Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Málþingið mun fara fram samhliða veiðisýningunni RISE í Háskólabíó fimmtudaginn 14. apríl og mun standa frá kl. 16:10 til kl. 18:30 með hléi.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði