Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2016 08:14 Svona mun götumyndin líta út eftir að framkvæmdum lýkur, segir Mannverk. mynd/mannverk Mannverk ehf hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Minjastofnun, byggingaryfirvöld og almenningur eru beðin afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14. Ljóst sé að fyrirtækið hefði átt að leita eftir nánara samstarfi við Minjastofnun um aðferð við framkvæmdirnar áður en sú leið var farin að fella húsið, samtímis því að safna úr því hlutum til endurbyggingar þess. Húsið, sem stóð við Tryggvagötu 12 og stundum verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Það var friðað en í liðinni viku reif vinnuvél verktakans, Mannverks, húsið niður. Niðurrifið hefur verið kært til lögreglu.Töldu sig innan heimilda „Mannverk lofar því að húsið sem um ræðir verði endurbyggt. Það hefur ávallt staðið til, enda er það í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti og deiliskipulag sem var unnið í nánu samstarfi við Minjastofnn og skipulagsyfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að þessi væri heimil og nauðsynleg við endurbyggingu hússins. Nú hafi komið skýrt í ljós að opinberir aðilar hafi annan skilning á því hvernig framkvæmdin hefði átt að fara fram. Málið sé til skoðunar og að fyrirtækið muni veita allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við framgang málsins.Stigum feilspor „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því. Við viljum njóta trausts og munum draga ríkan lærdóm af þessu máli,“ segir Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, í tilkynningunni. „Endurbyggt hús verður að framkvæmdunum loknum sem næst þeirri mynd sem það var í þegar það var byggt árið 1904. Notast verður við byggingarmáta og aðferðir þess tíma. Mikilvægir hlutar hússins voru teknir til hliðar, s.s. hluti burðarvirkis og gluggar, og verða þeir nýttir eftir fremsta megni við endurbyggingu hússins. Í teikningunum er þess gætt að raska ekki heildarsvip götumyndarinnar og að endurbygging eldri húsa og nýbyggingar haldist í hendur. Við hönnunina var leitast við að auka gæði svæðisins og skila endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar,“ segir jafnframt en meðfylgjandi mynd sendi Mannverk með yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Mannverk ehf hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Minjastofnun, byggingaryfirvöld og almenningur eru beðin afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14. Ljóst sé að fyrirtækið hefði átt að leita eftir nánara samstarfi við Minjastofnun um aðferð við framkvæmdirnar áður en sú leið var farin að fella húsið, samtímis því að safna úr því hlutum til endurbyggingar þess. Húsið, sem stóð við Tryggvagötu 12 og stundum verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Það var friðað en í liðinni viku reif vinnuvél verktakans, Mannverks, húsið niður. Niðurrifið hefur verið kært til lögreglu.Töldu sig innan heimilda „Mannverk lofar því að húsið sem um ræðir verði endurbyggt. Það hefur ávallt staðið til, enda er það í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti og deiliskipulag sem var unnið í nánu samstarfi við Minjastofnn og skipulagsyfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að þessi væri heimil og nauðsynleg við endurbyggingu hússins. Nú hafi komið skýrt í ljós að opinberir aðilar hafi annan skilning á því hvernig framkvæmdin hefði átt að fara fram. Málið sé til skoðunar og að fyrirtækið muni veita allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við framgang málsins.Stigum feilspor „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því. Við viljum njóta trausts og munum draga ríkan lærdóm af þessu máli,“ segir Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, í tilkynningunni. „Endurbyggt hús verður að framkvæmdunum loknum sem næst þeirri mynd sem það var í þegar það var byggt árið 1904. Notast verður við byggingarmáta og aðferðir þess tíma. Mikilvægir hlutar hússins voru teknir til hliðar, s.s. hluti burðarvirkis og gluggar, og verða þeir nýttir eftir fremsta megni við endurbyggingu hússins. Í teikningunum er þess gætt að raska ekki heildarsvip götumyndarinnar og að endurbygging eldri húsa og nýbyggingar haldist í hendur. Við hönnunina var leitast við að auka gæði svæðisins og skila endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar,“ segir jafnframt en meðfylgjandi mynd sendi Mannverk með yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02