Sport

MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Portúgalinn Joao Carvalho barðist á Total Extreme bardagakvöldi í Dublin á laugardag og hlaut mikinn höfuðskaða. Þau leiddu hann að lokum til dauða.

Hann tapaði fyrir Charlie Ward í þriðju lotu. Hann var brosandi og talandi eftir bardagann en svo hrakaði honum fljótt. Var hann þá sendur upp á sjúkrahús.

Carvalho var sendur í heilaaðgerð strax um kvöldið en lést af sárum sínum í gær. Hann var 28 ára.

Skipuleggjendur bardagakvöldsins segja að eftirlit hafi verið eins og best verði á kosið. Læknar hafi skoðað hann milli lotna og alltaf hafi hann verið í lagi.

Hann var líka skoðaður eftir bardagann og sagðist þá vera í lagi. Hann væri aðeins þreyttur.

Þjálfari Ward er John Kavanagh sem þjálfar Gunnar Nelson og Conor McGregor. Hann sendi fjölskyldu Carvalho samúðarkveðju sem má sjá hér að neðan.

Hér fyrir ofan má sjá síðustu mínútu bardagans.

It is with heavy hearts that we mourn the passing of Portuguese fighter Joao Carvalho. On Saturday, April 9, the fighter...

Posted by Coach John Kavanagh on Tuesday, April 12, 2016
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×