Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson á leið til ríkisráðsfundar eftir að hafa veitt styrki upp á tæpa milljón króna. vísir/anton Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira