Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson á leið til ríkisráðsfundar eftir að hafa veitt styrki upp á tæpa milljón króna. vísir/anton Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira