Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson á leið til ríkisráðsfundar eftir að hafa veitt styrki upp á tæpa milljón króna. vísir/anton Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira