Ólafur Kristjánsson nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2016 09:30 Ólafur Kristjánsson mætir í Pepsi-mörkin 2016. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira