Óheppni? Magnús Guðmundsson skrifar 11. apríl 2016 07:00 Það fylgja því oft blendnar tilfinningar að vera Íslendingur. Oft og tíðum erum við stolt af sögu okkar, menningu, listum og afreksfólki, að ógleymdri einstakri náttúru. Stolt af öllu þessu sem við með einum eða öðrum hætti eigum saman og deilum sem þjóð frá kynslóð til kynslóðar. Við berum höfuðið hátt með því að njóta saman þess besta sem við deilum sem þjóð. Engin stétt kann betur að spila á þessa samkennd okkar og reynir eins mikið að nýta hana sér til framdráttar og stjórnmálastéttin. Þessi stétt sem hefur umfram aðrar smánað okkur og sundrað og það einmitt þegar sérhagsmunir eru hafðir að leiðarljósi á kostnað almannaheilla. Ég á þetta, ég má þetta, göluðu útrásarvíkingar í krafti sérhagsmuna og ofureigna og nú heyrist þetta kunnuglega gal frá pólitíkusum sem standa í þeirri fráleitu meiningu að lög og siðferði séu eitt og hið sama. Og í annað sinn á innan við áratug skömmumst við okkar sem þjóð á alþjóðlegum vettvangi. Skömmumst okkar fyrir vafasama gjörninga og veiklað siðferði lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Fulltrúa sem telja sig eina þess umkomna að leiða okkur til hafnar í þeim ólgusjó sem sem nú gengur yfir íslenskt samfélag fyrir þeirra tilstilli. Þetta er augljóslega galið, svo ekki sé meira sagt. En hvernig stendur á að við erum að nýju á innan við áratug búin að verða okkur til skammar, í veröld vestrænna ríkja að minnsta kosti? Það getur ekki verið tilviljun eða óheppni sem ræður því að svona er fyrir okkur komið. Þvert á móti. Málið er að stjórnmálamenningin einfaldlega endurspeglar siðmenningu þjóðarinnar. Endurspeglar ást okkar á sérhagsmunum og frændhygli. Þeim dæmalaust leiða ávana að telja allt regluverk og almennt siðferði öðrum ætlað en teygjanlegra þegar kemur að sérhagsmunum og vildarvinum. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að breyta viðhorfi okkar til samfélagsins og þeirrar sameiginlegu ábyrgðar sem við berum öll í lýðræðisríki. Að búa við lýðræði eru forréttindi í þjáðri veröld. Forréttindi sem fylgir ábyrgð á hverjum degi en ekki einungis á kjördögum. Til þess að axla þessa ábyrgð þurfum við að breyta viðhorfum okkar og gildum. Við þurfum að fara að bera virðingu fyrir menntun og huglægum gildum á borð við réttlætiskennd, sannleiksást og siðferði. Við þurfum að láta af öllu dekri við sérhagsmuni og óheftan rétt einstaklinga til þess að græða peninga með öllum tiltækum ráðum án tillits til afleiðinganna fyrir land og þjóð. Við þurfum hvert og eitt okkar að taka ábyrgð sem kjósendur og þegnar í lýðræðisríki með upplýstum og ábyrgum hætti. Stjórnmálamennirnir, sem hafa orðið uppvísir að sérhagsmunapólitík í krafti þekkingarleysis, búa við það einstaka tækifæri að geta gengið á undan með góðu fordæmi með því að láta eigin hagsmuni og völd víkja fyrir hagsmunum og velferð heildarinnar. Því ef það er eitthvað sem þessi þjóð þráir eru það stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á gjörðum sínum svo við getum öll borið höfuðið hátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Það fylgja því oft blendnar tilfinningar að vera Íslendingur. Oft og tíðum erum við stolt af sögu okkar, menningu, listum og afreksfólki, að ógleymdri einstakri náttúru. Stolt af öllu þessu sem við með einum eða öðrum hætti eigum saman og deilum sem þjóð frá kynslóð til kynslóðar. Við berum höfuðið hátt með því að njóta saman þess besta sem við deilum sem þjóð. Engin stétt kann betur að spila á þessa samkennd okkar og reynir eins mikið að nýta hana sér til framdráttar og stjórnmálastéttin. Þessi stétt sem hefur umfram aðrar smánað okkur og sundrað og það einmitt þegar sérhagsmunir eru hafðir að leiðarljósi á kostnað almannaheilla. Ég á þetta, ég má þetta, göluðu útrásarvíkingar í krafti sérhagsmuna og ofureigna og nú heyrist þetta kunnuglega gal frá pólitíkusum sem standa í þeirri fráleitu meiningu að lög og siðferði séu eitt og hið sama. Og í annað sinn á innan við áratug skömmumst við okkar sem þjóð á alþjóðlegum vettvangi. Skömmumst okkar fyrir vafasama gjörninga og veiklað siðferði lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Fulltrúa sem telja sig eina þess umkomna að leiða okkur til hafnar í þeim ólgusjó sem sem nú gengur yfir íslenskt samfélag fyrir þeirra tilstilli. Þetta er augljóslega galið, svo ekki sé meira sagt. En hvernig stendur á að við erum að nýju á innan við áratug búin að verða okkur til skammar, í veröld vestrænna ríkja að minnsta kosti? Það getur ekki verið tilviljun eða óheppni sem ræður því að svona er fyrir okkur komið. Þvert á móti. Málið er að stjórnmálamenningin einfaldlega endurspeglar siðmenningu þjóðarinnar. Endurspeglar ást okkar á sérhagsmunum og frændhygli. Þeim dæmalaust leiða ávana að telja allt regluverk og almennt siðferði öðrum ætlað en teygjanlegra þegar kemur að sérhagsmunum og vildarvinum. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að breyta viðhorfi okkar til samfélagsins og þeirrar sameiginlegu ábyrgðar sem við berum öll í lýðræðisríki. Að búa við lýðræði eru forréttindi í þjáðri veröld. Forréttindi sem fylgir ábyrgð á hverjum degi en ekki einungis á kjördögum. Til þess að axla þessa ábyrgð þurfum við að breyta viðhorfum okkar og gildum. Við þurfum að fara að bera virðingu fyrir menntun og huglægum gildum á borð við réttlætiskennd, sannleiksást og siðferði. Við þurfum að láta af öllu dekri við sérhagsmuni og óheftan rétt einstaklinga til þess að græða peninga með öllum tiltækum ráðum án tillits til afleiðinganna fyrir land og þjóð. Við þurfum hvert og eitt okkar að taka ábyrgð sem kjósendur og þegnar í lýðræðisríki með upplýstum og ábyrgum hætti. Stjórnmálamennirnir, sem hafa orðið uppvísir að sérhagsmunapólitík í krafti þekkingarleysis, búa við það einstaka tækifæri að geta gengið á undan með góðu fordæmi með því að láta eigin hagsmuni og völd víkja fyrir hagsmunum og velferð heildarinnar. Því ef það er eitthvað sem þessi þjóð þráir eru það stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á gjörðum sínum svo við getum öll borið höfuðið hátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. apríl.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun