Ólafía Þórunn með fimm fugla á degi tvö | Örugg í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2016 16:39 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er að spila mjög vel á móti í Sviss en það er hluti af LET Access mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 11. sæti eftir tvo daga en hún náði niðurskurðinum auðveldlega sem var eftir 36 holur. Ólafía Þórunn lék á parinu í gær en hún var þremur höggum undir pari í dag. Ólafía náði meðal annars fimm fuglum á holunum átján. Hún lék bæði fyrri níu holurnar og seinni níu holurnar á færri höggum en daginn áður. Alls eru 126 keppendur á þessu móti frá 28 þjóðum. Mótið fer fram á Golf Club Gams Werdenberg í Gams í Sviss. Heildarverðlaunaféð er 4,3 milljónir kr. Þetta er annað mótið á þessu ári hjá Ólafíu en hún undirbýr sig af krafti fyrir fyrsta mótið á sjálfri LET Evrópumótaröðinni í byrjun maí. Ólafía lék á sínu fyrsta móti á Terre Blanche mótinu í Frakklandi í lok mars og þar náði hún fínum árangri og lék á einu höggi undir pari samtals og endaði á meðal fimmtán efstu. Ólafía er með keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki en hún fær samt sem áður ekki mörg tækifæri á þeirri mótaröð á sínu fyrsta keppnistímabili. Hún nýtir því hvert tækifæri til þess að keppa á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access mótaröðinni, en þar eru tveir íslenskir kylfingar með keppnisrétt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er að spila mjög vel á móti í Sviss en það er hluti af LET Access mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 11. sæti eftir tvo daga en hún náði niðurskurðinum auðveldlega sem var eftir 36 holur. Ólafía Þórunn lék á parinu í gær en hún var þremur höggum undir pari í dag. Ólafía náði meðal annars fimm fuglum á holunum átján. Hún lék bæði fyrri níu holurnar og seinni níu holurnar á færri höggum en daginn áður. Alls eru 126 keppendur á þessu móti frá 28 þjóðum. Mótið fer fram á Golf Club Gams Werdenberg í Gams í Sviss. Heildarverðlaunaféð er 4,3 milljónir kr. Þetta er annað mótið á þessu ári hjá Ólafíu en hún undirbýr sig af krafti fyrir fyrsta mótið á sjálfri LET Evrópumótaröðinni í byrjun maí. Ólafía lék á sínu fyrsta móti á Terre Blanche mótinu í Frakklandi í lok mars og þar náði hún fínum árangri og lék á einu höggi undir pari samtals og endaði á meðal fimmtán efstu. Ólafía er með keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki en hún fær samt sem áður ekki mörg tækifæri á þeirri mótaröð á sínu fyrsta keppnistímabili. Hún nýtir því hvert tækifæri til þess að keppa á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access mótaröðinni, en þar eru tveir íslenskir kylfingar með keppnisrétt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira