Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. apríl 2016 14:17 Nico Rosberg á brautinni í Sochi, Rússlandi. Vísir/Getty Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. Mercedes voru fljótastir í dag en Red Bull stal senunni. Daniel Ricciardo fór út á brautina með framrúðu á bílnum sínum. Framrúðan er önnur útfærlsa af höfuðvörninni. Ferrari hafði áður prófað geislabaugs útfærslu. Sebastian Vettel á Ferrari lenit í vandræðum á seinni æfingu dagsins, rafkerfið í Ferrari bílnum bilaði.Daniel Ricciardo með framrúðuna á bílnum.Vísir/GettyÞróunarökumaður Renault, Rússinn Sergey Sirotkin tók sæti Kevin Magnussen á fyrri æfingunni. Hann endaði fimm sætum ofar en Jolyon Palmer hjá Renault. Margir áttu erfitt með að fóta sig á brautinni, gripið virtist ekki mikið. Beygja tvö var sérstaklega erfið. Hamilton varð annar á fyrri æfingunni en fljótastur á þeirri síðari. Vettel var annar á æfingunni þegar hann missti afl. Rosberg varð þriðji á seinni æfingunni. Aftur olli beygja tvö vandræðum. Ökumenn voru að glíma við skítuga braut. Ástæðan er einkum sú að brautin er lítið notuð utan þeirrar helgar sem Formúla 1 kemur til Rússlands. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá úrslit æfinganna á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Wolff er gapandi yfir þroska Hamilton Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að Lewis Hamilton hafi þroskast gríðarlega mikið síðan hann kom til liðsins. 23. apríl 2016 23:00 Symonds: Öfug rásröð gæti aukið framúrakstur Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. 25. apríl 2016 22:00 Pirelli fær 25 prófunardaga á ári Alþjóðlega akstursíþróttaráðið hefur samþykkt að dekkjaframleiðandinn Pirelli fái 25 daga prófanir á nýjum dekkjum með nýjustu Formúlu 1 bílunum hverju sinni. 21. apríl 2016 16:00 Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. Mercedes voru fljótastir í dag en Red Bull stal senunni. Daniel Ricciardo fór út á brautina með framrúðu á bílnum sínum. Framrúðan er önnur útfærlsa af höfuðvörninni. Ferrari hafði áður prófað geislabaugs útfærslu. Sebastian Vettel á Ferrari lenit í vandræðum á seinni æfingu dagsins, rafkerfið í Ferrari bílnum bilaði.Daniel Ricciardo með framrúðuna á bílnum.Vísir/GettyÞróunarökumaður Renault, Rússinn Sergey Sirotkin tók sæti Kevin Magnussen á fyrri æfingunni. Hann endaði fimm sætum ofar en Jolyon Palmer hjá Renault. Margir áttu erfitt með að fóta sig á brautinni, gripið virtist ekki mikið. Beygja tvö var sérstaklega erfið. Hamilton varð annar á fyrri æfingunni en fljótastur á þeirri síðari. Vettel var annar á æfingunni þegar hann missti afl. Rosberg varð þriðji á seinni æfingunni. Aftur olli beygja tvö vandræðum. Ökumenn voru að glíma við skítuga braut. Ástæðan er einkum sú að brautin er lítið notuð utan þeirrar helgar sem Formúla 1 kemur til Rússlands. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá úrslit æfinganna á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Wolff er gapandi yfir þroska Hamilton Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að Lewis Hamilton hafi þroskast gríðarlega mikið síðan hann kom til liðsins. 23. apríl 2016 23:00 Symonds: Öfug rásröð gæti aukið framúrakstur Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. 25. apríl 2016 22:00 Pirelli fær 25 prófunardaga á ári Alþjóðlega akstursíþróttaráðið hefur samþykkt að dekkjaframleiðandinn Pirelli fái 25 daga prófanir á nýjum dekkjum með nýjustu Formúlu 1 bílunum hverju sinni. 21. apríl 2016 16:00 Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Wolff er gapandi yfir þroska Hamilton Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að Lewis Hamilton hafi þroskast gríðarlega mikið síðan hann kom til liðsins. 23. apríl 2016 23:00
Symonds: Öfug rásröð gæti aukið framúrakstur Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. 25. apríl 2016 22:00
Pirelli fær 25 prófunardaga á ári Alþjóðlega akstursíþróttaráðið hefur samþykkt að dekkjaframleiðandinn Pirelli fái 25 daga prófanir á nýjum dekkjum með nýjustu Formúlu 1 bílunum hverju sinni. 21. apríl 2016 16:00
Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15
Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00