Efri árin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Það má segja að eldri borgarar séu tveir hópar, það eru eldri eldri borgarar og svo yngri eldri borgarar. Þetta eru tveir stórir hópar og þessi yngri hópur, hann getur alveg unnið. Hann er ekkert farlama gamalmenni,“ sagði Helgi Pétursson, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara og einn af meðlimum Gráa hersins. Herinn var stofnaður í síðasta mánuði til að vekja athygli á kjörum eldra fólks og stuðla að hugarfarsbreytingu þegar kemur að málefnum þeirra sem eldri eru. Hátt í 40 þúsund manns á Íslandi eru komin á eftirlaunaaldur, eða orðin 67 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun í þessum hópi næstu árin. Árið 2030 verði þau orðin yfir 70 þúsund. Fólkið, sem skipar hópinn sem nú er 67 ára og eldri, er einstaklingar sem byggðu upp það samfélag sem við búum við í dag. Mun betra samfélag en áður var. Það er staðreynd að annars vegar ríkja fordómar í garð eldri borgara á Íslandi og að hins vegar gerum við ekki nægilega vel við þennan hóp. Hann er allt of oft afgangsstærð og það á við um hann rétt eins og aðra hópa í samfélaginu, hann er ekki einsleitur. Hópurinn yfir 67 ára er á ýmsum aldri og í mismunandi stöðu til dæmis eftir heilsufari. Grái herinn segist vilja fá fram skilning á því hversu mikil sóun það er að henda vinnufærum eldri borgurum út af vinnumarkaði. Miðað við fyrrnefnda mannfjöldaspá er það einnig glapræði að fækka þeim sem standa undir hverjum og einum. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að alvarlegum höfuðáverkum hefur fjölgað á síðustu fjörutíu árum. Áður fyrr voru það einkum yngri einstaklingar sem fengu slíka áverka í umferðarslysum en nú er algengasta orsökin fall úr lítilli hæð. Og það eru mikið til fólk á miðjum aldri og yfir. Þó auðvitað sé ekki hægt að koma í veg fyrir það alfarið að slysin verði er þessi þróun dálítið lýsandi fyrir ástandið. Við skuldum þessu fólki mun betri meðferð. Öfum okkar og ömmum – mæðrum og feðrum. Við skuldum þeim að breyta okkar eigin hugsunarhætti. Þeir sem eru vinnufærir og oft vel það eiga að vera eftirsóttur starfskraftur. Í aldrinum býr viska og reynsla sem þeir sem yngri eru geta ekki búið yfir. Þau sem ákveða að yfirgefa vinnumarkaðinn eru ekki þiggjendur ellilífeyris, þeir fá það til baka sem þeir hafa unnið sér inn. Og þeim sem glíma við heilsubrest á síðasta æviskeiðinu eigum við að hlúa að og sjá til þess að þau geti lifað með þeirri reisn sem þau eiga skilið. Í því ekki er ekki fólgið neitt góðverk, heldur réttlæti og meira að segja smá sjálfselska. Af því að öll munum við, séum við svo heppin að fá að lifa lengi, standa í þessum sporum. Og við viljum fá að klára lífið eins og okkur hentar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Það má segja að eldri borgarar séu tveir hópar, það eru eldri eldri borgarar og svo yngri eldri borgarar. Þetta eru tveir stórir hópar og þessi yngri hópur, hann getur alveg unnið. Hann er ekkert farlama gamalmenni,“ sagði Helgi Pétursson, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara og einn af meðlimum Gráa hersins. Herinn var stofnaður í síðasta mánuði til að vekja athygli á kjörum eldra fólks og stuðla að hugarfarsbreytingu þegar kemur að málefnum þeirra sem eldri eru. Hátt í 40 þúsund manns á Íslandi eru komin á eftirlaunaaldur, eða orðin 67 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun í þessum hópi næstu árin. Árið 2030 verði þau orðin yfir 70 þúsund. Fólkið, sem skipar hópinn sem nú er 67 ára og eldri, er einstaklingar sem byggðu upp það samfélag sem við búum við í dag. Mun betra samfélag en áður var. Það er staðreynd að annars vegar ríkja fordómar í garð eldri borgara á Íslandi og að hins vegar gerum við ekki nægilega vel við þennan hóp. Hann er allt of oft afgangsstærð og það á við um hann rétt eins og aðra hópa í samfélaginu, hann er ekki einsleitur. Hópurinn yfir 67 ára er á ýmsum aldri og í mismunandi stöðu til dæmis eftir heilsufari. Grái herinn segist vilja fá fram skilning á því hversu mikil sóun það er að henda vinnufærum eldri borgurum út af vinnumarkaði. Miðað við fyrrnefnda mannfjöldaspá er það einnig glapræði að fækka þeim sem standa undir hverjum og einum. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að alvarlegum höfuðáverkum hefur fjölgað á síðustu fjörutíu árum. Áður fyrr voru það einkum yngri einstaklingar sem fengu slíka áverka í umferðarslysum en nú er algengasta orsökin fall úr lítilli hæð. Og það eru mikið til fólk á miðjum aldri og yfir. Þó auðvitað sé ekki hægt að koma í veg fyrir það alfarið að slysin verði er þessi þróun dálítið lýsandi fyrir ástandið. Við skuldum þessu fólki mun betri meðferð. Öfum okkar og ömmum – mæðrum og feðrum. Við skuldum þeim að breyta okkar eigin hugsunarhætti. Þeir sem eru vinnufærir og oft vel það eiga að vera eftirsóttur starfskraftur. Í aldrinum býr viska og reynsla sem þeir sem yngri eru geta ekki búið yfir. Þau sem ákveða að yfirgefa vinnumarkaðinn eru ekki þiggjendur ellilífeyris, þeir fá það til baka sem þeir hafa unnið sér inn. Og þeim sem glíma við heilsubrest á síðasta æviskeiðinu eigum við að hlúa að og sjá til þess að þau geti lifað með þeirri reisn sem þau eiga skilið. Í því ekki er ekki fólgið neitt góðverk, heldur réttlæti og meira að segja smá sjálfselska. Af því að öll munum við, séum við svo heppin að fá að lifa lengi, standa í þessum sporum. Og við viljum fá að klára lífið eins og okkur hentar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun