Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 08:15 Dana White og Conor McGregor hafa slíðrað sverðin til hálfs. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa sagt annað sjálfur verður írski bardagakappinn Conor McGregor ekki með á UFC 200 í júlí þar sem hann átti að berjast öðru sinni við Nate Diaz.Þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, í gær og ítrekaði svo aftur í gærkvöldi. Ekkert verður af bardaganum gegn Diaz 9. júlí í Las Vegas. Conor henti út áhugaverðu spili á Twitter-síðu sinni eldsnemma í gærmorgun þar sem hann sagði að hann myndi berjast á UFC 200 gegn Diaz og þakkaði Dana White og Lorenzo Fertitta, yfirmönnum UFC, fyrir að gera stuðningsmönnunum greiða og ganga frá málum.Happy to announce that I am BACK on UFC 200! Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 25, 2016 Þetta útspil skilaði litlu því White sagði við TMZ í gær: „Þetta er ekki satt. Við höfum hvorki talað við Conor né umboðsmanninn hans frá blaðamannafundinum á föstudaginn. Ég veit ekki af hverju hann setti þetta inn á Twitter.“ TMZ greip White svo aftur fyrir utan veitingastað í Beverly Hills í gærkvöldi þar sem hann var að gera sig kláran að fara að horfa á UFC-stjörnuna Paige VanZant keppa í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars. Aðspurður aftur hvort Conor McGregor yrði ekki hluti af UFC 200 sagði White að svo yrði ekki en hann gæti mætt aftur strax á næsta bardagakvöld eftir það. „Við erum nýbúin að halda blaðamannafund um þetta. Ég veit ekki hversu skýrmæltari ég geti verið. Conor berst á UFC 201, 202, 203 eða eitthvað. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær en við finnum út úr þessu,“ sagði Dana White. MMA Tengdar fréttir Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40 White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Nate Diaz var með mjög einföld skilaboð á blaðamannafundi UFC í kvöld. 22. apríl 2016 21:54 Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband Conor McGregor er eins og flestum er kunnugt staddur hér Íslandi við æfingar þar sem hann tekur á Gunnari Nelson á sama tíma og allur heimurinn veltir fyrir sér hvað Írinn ætli að gera næst. 22. apríl 2016 16:39 Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02 Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa sagt annað sjálfur verður írski bardagakappinn Conor McGregor ekki með á UFC 200 í júlí þar sem hann átti að berjast öðru sinni við Nate Diaz.Þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, í gær og ítrekaði svo aftur í gærkvöldi. Ekkert verður af bardaganum gegn Diaz 9. júlí í Las Vegas. Conor henti út áhugaverðu spili á Twitter-síðu sinni eldsnemma í gærmorgun þar sem hann sagði að hann myndi berjast á UFC 200 gegn Diaz og þakkaði Dana White og Lorenzo Fertitta, yfirmönnum UFC, fyrir að gera stuðningsmönnunum greiða og ganga frá málum.Happy to announce that I am BACK on UFC 200! Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 25, 2016 Þetta útspil skilaði litlu því White sagði við TMZ í gær: „Þetta er ekki satt. Við höfum hvorki talað við Conor né umboðsmanninn hans frá blaðamannafundinum á föstudaginn. Ég veit ekki af hverju hann setti þetta inn á Twitter.“ TMZ greip White svo aftur fyrir utan veitingastað í Beverly Hills í gærkvöldi þar sem hann var að gera sig kláran að fara að horfa á UFC-stjörnuna Paige VanZant keppa í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars. Aðspurður aftur hvort Conor McGregor yrði ekki hluti af UFC 200 sagði White að svo yrði ekki en hann gæti mætt aftur strax á næsta bardagakvöld eftir það. „Við erum nýbúin að halda blaðamannafund um þetta. Ég veit ekki hversu skýrmæltari ég geti verið. Conor berst á UFC 201, 202, 203 eða eitthvað. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær en við finnum út úr þessu,“ sagði Dana White.
MMA Tengdar fréttir Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40 White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Nate Diaz var með mjög einföld skilaboð á blaðamannafundi UFC í kvöld. 22. apríl 2016 21:54 Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband Conor McGregor er eins og flestum er kunnugt staddur hér Íslandi við æfingar þar sem hann tekur á Gunnari Nelson á sama tíma og allur heimurinn veltir fyrir sér hvað Írinn ætli að gera næst. 22. apríl 2016 16:39 Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02 Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sjá meira
Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40
White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44
Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Nate Diaz var með mjög einföld skilaboð á blaðamannafundi UFC í kvöld. 22. apríl 2016 21:54
Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband Conor McGregor er eins og flestum er kunnugt staddur hér Íslandi við æfingar þar sem hann tekur á Gunnari Nelson á sama tíma og allur heimurinn veltir fyrir sér hvað Írinn ætli að gera næst. 22. apríl 2016 16:39
Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02
Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14