Skaðleg tengsl Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 07:00 Skartgripafyrirtæki Moussaieff-fjölskyldunnar átti félag sem skráð var á Jómfrúaeyjum og kemur fyrir í gögnum frá Mossack Fonseca. Hvorki forseti Íslands né Dorrit Moussaieff forsetafrú segjast hafa heyrt um félagið áður. Vandséð er að þetta hafi nokkur áhrif á stöðu forsetans eða getu hans til að gegna skyldum embættisins þótt þetta muni án nokkurs vafa skaða forsetann í kosningabaráttunni. Félag Moussaieff-fjölskyldunnar heitir Lasca Finance Limited. Árið 2005 seldi fjölskyldufyrtækið Moussaieff Jewellers Ltd. tíu prósenta hlut sinn í Lasca Finance til hinna tveggja eigenda þess, S. Moussaieff og „Mrs.“ Moussaieff. Shlomo Moussaieff, faðir Dorritar, er látinn og í svari forsetaembættisins til fjölmiðla kemur fram að móðir hennar viti ekki af neinu slíku félagi. Málið er vandræðalegt fyrir forsetann því hann var í viðtali á CNN síðastliðinn föstudag þar sem Christiane Amanpour spurði hvort hann eða eiginkona hans hefðu tengsl við aflandsreikninga og hvort eitthvað ætti eftir að koma í ljós í þeim efnum. „Nei, nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Það hefur legið fyrir lengi að forsetafrúin er af efnuðu fólki komin. Það geta varla talist tíðindi að auðugir Bretar eigi peninga í skattaskjólum. Lundúnir eru eiginleg fjármálamiðstöð heimsins og Bretland er eitt frjálsasta hagkerfi heims þegar kemur að regluverki markaðarins. Það er ekki tilviljun að rússneskir auðkýfingar í útlegð setjast að í Bretlandi. Mun sú staðreynd að Dorrit á peninga í skattaskjólum breyta einhverju um hæfni Ólafs Ragnars til að vera forseti Íslands eftir 20 ár í embætti? Mun hann standa sig verr í embætti af því að fjölskylda eiginkonu hans er auðug og kýs helst að lágmarka skattbyrði sína eins og margt af efnuðu fólki gerir? Að sjálfsögðu ekki. Það er hins vegar ekki forsvaranlegt að eiginkona forsetans borgi ekki sína skatta á Íslandi ef hún býr hér og nýtir sér opinbera þjónustu. Umræðan ætti frekar að snúast um það. Dorrit gerðist íslenskur ríkisborgari árið 2006. Henni bar að greiða skatta á Íslandi þar sem hún hafði lögheimili hér á landi í samræmi við meginreglu skattaréttarins. Það vakti mikla athygli á árinu 2012 að forsetafrúin greiddi ekki skatta að neinu ráði á Íslandi en hún flutti lögheimili sitt aftur til Bretlands í árslok 2012. Þær skýringar voru gefnar þá að það væri vegna ákvæða breskra skattalaga og mikillar viðveru hennar í Bretlandi. Að þessu sögðu er hins vegar ljóst að ef sami siðferðismælikvarði er lagður á stöðu forsetans og á stöðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ólafar Nordal innanríkisráðherra ættu þeir sem krefjast afsagnar Bjarna og Ólafar Nordal einnig að krefjast afsagnar Ólafs Ragnars. Sú staða er komin upp í íslensku samfélagi að þú mátt helst ekki tengjast neinum sem átti einhvern tímann aflandsfélag ef þú ætlar að vera þátttakandi í stjórnmálum. Er það réttmæt og eðlileg krafa?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Skartgripafyrirtæki Moussaieff-fjölskyldunnar átti félag sem skráð var á Jómfrúaeyjum og kemur fyrir í gögnum frá Mossack Fonseca. Hvorki forseti Íslands né Dorrit Moussaieff forsetafrú segjast hafa heyrt um félagið áður. Vandséð er að þetta hafi nokkur áhrif á stöðu forsetans eða getu hans til að gegna skyldum embættisins þótt þetta muni án nokkurs vafa skaða forsetann í kosningabaráttunni. Félag Moussaieff-fjölskyldunnar heitir Lasca Finance Limited. Árið 2005 seldi fjölskyldufyrtækið Moussaieff Jewellers Ltd. tíu prósenta hlut sinn í Lasca Finance til hinna tveggja eigenda þess, S. Moussaieff og „Mrs.“ Moussaieff. Shlomo Moussaieff, faðir Dorritar, er látinn og í svari forsetaembættisins til fjölmiðla kemur fram að móðir hennar viti ekki af neinu slíku félagi. Málið er vandræðalegt fyrir forsetann því hann var í viðtali á CNN síðastliðinn föstudag þar sem Christiane Amanpour spurði hvort hann eða eiginkona hans hefðu tengsl við aflandsreikninga og hvort eitthvað ætti eftir að koma í ljós í þeim efnum. „Nei, nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Það hefur legið fyrir lengi að forsetafrúin er af efnuðu fólki komin. Það geta varla talist tíðindi að auðugir Bretar eigi peninga í skattaskjólum. Lundúnir eru eiginleg fjármálamiðstöð heimsins og Bretland er eitt frjálsasta hagkerfi heims þegar kemur að regluverki markaðarins. Það er ekki tilviljun að rússneskir auðkýfingar í útlegð setjast að í Bretlandi. Mun sú staðreynd að Dorrit á peninga í skattaskjólum breyta einhverju um hæfni Ólafs Ragnars til að vera forseti Íslands eftir 20 ár í embætti? Mun hann standa sig verr í embætti af því að fjölskylda eiginkonu hans er auðug og kýs helst að lágmarka skattbyrði sína eins og margt af efnuðu fólki gerir? Að sjálfsögðu ekki. Það er hins vegar ekki forsvaranlegt að eiginkona forsetans borgi ekki sína skatta á Íslandi ef hún býr hér og nýtir sér opinbera þjónustu. Umræðan ætti frekar að snúast um það. Dorrit gerðist íslenskur ríkisborgari árið 2006. Henni bar að greiða skatta á Íslandi þar sem hún hafði lögheimili hér á landi í samræmi við meginreglu skattaréttarins. Það vakti mikla athygli á árinu 2012 að forsetafrúin greiddi ekki skatta að neinu ráði á Íslandi en hún flutti lögheimili sitt aftur til Bretlands í árslok 2012. Þær skýringar voru gefnar þá að það væri vegna ákvæða breskra skattalaga og mikillar viðveru hennar í Bretlandi. Að þessu sögðu er hins vegar ljóst að ef sami siðferðismælikvarði er lagður á stöðu forsetans og á stöðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ólafar Nordal innanríkisráðherra ættu þeir sem krefjast afsagnar Bjarna og Ólafar Nordal einnig að krefjast afsagnar Ólafs Ragnars. Sú staða er komin upp í íslensku samfélagi að þú mátt helst ekki tengjast neinum sem átti einhvern tímann aflandsfélag ef þú ætlar að vera þátttakandi í stjórnmálum. Er það réttmæt og eðlileg krafa?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun