Á erfitt með að trúa eigin aldri Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 26. apríl 2016 00:01 Vilhjálmur og eiginkona hans, Guðrún á góðri stund. „Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir. Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
„Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir.
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira