Lemonade aðgengileg á iTunes eftir miðnætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2016 21:41 Sjötta plata Beyoncé heitir Lemonade. vísir Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag gaf Beyoncé út sína sjöttu plötu í gær en hún hefur aðeins verið aðgengileg á streymisveitunni Tidal sem er í eigu eiginmanns söngkonunnar, rapparans Jay Z. Var jafnvel talið að platan, sem heitir Lemonade, yrði aðeins aðgengileg á Tidal og kæmi ekki út á geisladisk og/eða vínyl eða á iTunes. Þetta virðist ekki vera rétt þar sem New York Times fullyrðir í kvöld að platan verði til sölu á iTunes eftir miðnætti og vitnar í tvo einstaklinga sem hafa fengið upplýsingar um hvernig útgáfu Lemonade verður háttað. Apple neitaði hins vegar að tjá sig og þá svaraði fjölmiðlafulltrúi Beyoncé ekki beiðni blaðsins um að veita upplýsingar um málið. Í dag tilkynnti Tidal að auk þess sem hægt yrði að streyma Lemonade þá yrði hægt að kaupa plötuna á 17,99 dollara og hlaða henni niður. Ekki var þó tekið fram hvort platan yrði gerð aðgengileg á öðrum streymisveitum. Miðað við streymisveitur á borð við Spotify og Apple Music eru fáir áskrifendur að Tidal, eða aðeins um þrjár milljónir. Það er hins vegar spurning hvort að fleiri áskrifendur hafi bæst við í dag eftir að Lemonade kom út en áskrifendur að Spotify eru um 30 milljónir og 11 milljónir eru í áskrift hjá Apple Music. Beyoncé mun því ná til mun fleiri hlustenda ef Lemonade verður aðgengileg á fleiri stöðum en bara Tidal. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times er það augljóst að Beyoncé hefur verið undir þrýstingi út frá markaðssjónarmiðum að koma plötunni í meiri dreifingu strax, og því verður hún komin á iTunes aðeins 24 tímum eftir útgáfuna á Tidal. Tengdar fréttir Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42 Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag gaf Beyoncé út sína sjöttu plötu í gær en hún hefur aðeins verið aðgengileg á streymisveitunni Tidal sem er í eigu eiginmanns söngkonunnar, rapparans Jay Z. Var jafnvel talið að platan, sem heitir Lemonade, yrði aðeins aðgengileg á Tidal og kæmi ekki út á geisladisk og/eða vínyl eða á iTunes. Þetta virðist ekki vera rétt þar sem New York Times fullyrðir í kvöld að platan verði til sölu á iTunes eftir miðnætti og vitnar í tvo einstaklinga sem hafa fengið upplýsingar um hvernig útgáfu Lemonade verður háttað. Apple neitaði hins vegar að tjá sig og þá svaraði fjölmiðlafulltrúi Beyoncé ekki beiðni blaðsins um að veita upplýsingar um málið. Í dag tilkynnti Tidal að auk þess sem hægt yrði að streyma Lemonade þá yrði hægt að kaupa plötuna á 17,99 dollara og hlaða henni niður. Ekki var þó tekið fram hvort platan yrði gerð aðgengileg á öðrum streymisveitum. Miðað við streymisveitur á borð við Spotify og Apple Music eru fáir áskrifendur að Tidal, eða aðeins um þrjár milljónir. Það er hins vegar spurning hvort að fleiri áskrifendur hafi bæst við í dag eftir að Lemonade kom út en áskrifendur að Spotify eru um 30 milljónir og 11 milljónir eru í áskrift hjá Apple Music. Beyoncé mun því ná til mun fleiri hlustenda ef Lemonade verður aðgengileg á fleiri stöðum en bara Tidal. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times er það augljóst að Beyoncé hefur verið undir þrýstingi út frá markaðssjónarmiðum að koma plötunni í meiri dreifingu strax, og því verður hún komin á iTunes aðeins 24 tímum eftir útgáfuna á Tidal.
Tengdar fréttir Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42 Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42
Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56