Lést upp á sviði í miðjum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 12:20 Hinn litríki tónlistarmaður Papa Wemba féll frá í miðjum tónleikum á dögunum. Vísir/Getty Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira