Tveir af bestu bardagamönnum heims berjast í kvöld og það er öllum sama Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. apríl 2016 14:45 UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili
MMA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira