Tveir af bestu bardagamönnum heims berjast í kvöld og það er öllum sama Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. apríl 2016 14:45 UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili
MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti