Að fanga hversdagsleikann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 09:45 Langskemmtilegast er að teikna beint á staðnum ef veður leyfir,” segir Elín Elísabet. Vísir/Pjetur „Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira