Bassaleikari Íslands verkefnalaus Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. apríl 2016 16:36 Það getur ekki verið slæm hugmynd að hafa þennan mann á bassanum. Vísir/Stefán Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni: Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni:
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp