
Samkvæmt lögmanni blaðamannanna sem voru í gíslingu ISIS var Laachraoui ekki sá eini sem vaktaði þá. Með honum var Mehdi Nemmouche, sem sakaður er um að hafa myrt fjóra í safni gyðinga í Brussel árið 2014.
Bæði Laachraoui og Nemmouche hættu að vakta gíslana í janúar 2014. Blaðamennirnir voru handsamaðir í júní 2013 en sleppt í apríl 2014.