Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 10:42 Crossfit Reykjavík er staðsett í Faxafeni í Skeifunni. Mynd/Já.is Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð. Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð.
Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira