Sjómenn sjá til lands í viðræðum við útgerð Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þá hefur greint á við útgerðarmenn um hluti á borð við mönnun og þátttöku í kostnaði við útgerðina. vísir/jse „Við erum að vonast til þess að geta lokið þessu í næstu viku, annað hvort af eða á,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kjaraviðræður sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ). „Vonandi tekst að klára þetta,“ segir Valmundur og tekur undir að slæmar fréttir yrðu ef niðurstaðan í viðræðunum yrði af en ekki á. „En við erum náttúrlega fullir bjartsýni og vonumst til þess að klára málið með samningi líkt og virðist í pípunum, en svo náttúrlega veit maður aldrei hvað verður.“ Valmundur segir að fundað hafi verið bæði formlega og óformlega hjá ríkissáttasemjara, þar af tveir óformlegir fundir í byrjun þessarar viku. „Þannig að það er gangur í þessu,“ segir hann. Enn sé þó ekki búið að negla niður tíma fyrir formlegan fund hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa enda og eftir það verður boðað til fundar,“ segir Valmundur. Einnig verði fundað eftir helgina með „stóru“ samninganefnd sjómanna. „Svona til þess að fara yfir hvað við erum að gera og fá leyfi til að skrifa undir.“ Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsNokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að forða aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um. Meðal ágreiningsefna sem ákveðið hefur verið að halda fyrir utan viðræðurnar nú eru krafa sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
„Við erum að vonast til þess að geta lokið þessu í næstu viku, annað hvort af eða á,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kjaraviðræður sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ). „Vonandi tekst að klára þetta,“ segir Valmundur og tekur undir að slæmar fréttir yrðu ef niðurstaðan í viðræðunum yrði af en ekki á. „En við erum náttúrlega fullir bjartsýni og vonumst til þess að klára málið með samningi líkt og virðist í pípunum, en svo náttúrlega veit maður aldrei hvað verður.“ Valmundur segir að fundað hafi verið bæði formlega og óformlega hjá ríkissáttasemjara, þar af tveir óformlegir fundir í byrjun þessarar viku. „Þannig að það er gangur í þessu,“ segir hann. Enn sé þó ekki búið að negla niður tíma fyrir formlegan fund hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa enda og eftir það verður boðað til fundar,“ segir Valmundur. Einnig verði fundað eftir helgina með „stóru“ samninganefnd sjómanna. „Svona til þess að fara yfir hvað við erum að gera og fá leyfi til að skrifa undir.“ Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsNokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að forða aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um. Meðal ágreiningsefna sem ákveðið hefur verið að halda fyrir utan viðræðurnar nú eru krafa sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira