Prince látinn 57 ára að aldri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2016 17:18 Prince Rogers Nelson, tónlistargoðið betur þekktur sem Prince, er látinn, 57 ára að aldri. Fannst hann látinn á heimili sínu Chanhassem í Minnesota í Bandaríkjunum. Bandaríska vefsíðan TMZ staðhæfir þetta og hefur það eftir heimildarmönnum sem tengjast Prince nánum böndum. Þá hefur fjölmiðlafulltrúi Prince staðfest andlát Prince við fréttastofu AP.Dánarorsök er óþekkt en í síðustu viku þurfti flugmaður flugvélar sem Prince var farþegi í að nauðlenda svo koma mætti honum undir læknishendur. Fulltrúi Prince sagði að hann hefði verið með flensuna. Hann birtist þó á tónleikum daginn eftir. Prince var bæði afkasta- og áhrifamikill listamaður. Hann gaf út alls 39 plötur, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er hinsvegar Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hlaut Prince óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd auk þess sem að titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork.Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Auk fyrrgreindra óskarsverðlauna vann hann alls til sjö Grammy-verðlauna en hann var tilnefndur 32 sinnum. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Prince Rogers Nelson, tónlistargoðið betur þekktur sem Prince, er látinn, 57 ára að aldri. Fannst hann látinn á heimili sínu Chanhassem í Minnesota í Bandaríkjunum. Bandaríska vefsíðan TMZ staðhæfir þetta og hefur það eftir heimildarmönnum sem tengjast Prince nánum böndum. Þá hefur fjölmiðlafulltrúi Prince staðfest andlát Prince við fréttastofu AP.Dánarorsök er óþekkt en í síðustu viku þurfti flugmaður flugvélar sem Prince var farþegi í að nauðlenda svo koma mætti honum undir læknishendur. Fulltrúi Prince sagði að hann hefði verið með flensuna. Hann birtist þó á tónleikum daginn eftir. Prince var bæði afkasta- og áhrifamikill listamaður. Hann gaf út alls 39 plötur, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er hinsvegar Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hlaut Prince óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd auk þess sem að titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork.Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Auk fyrrgreindra óskarsverðlauna vann hann alls til sjö Grammy-verðlauna en hann var tilnefndur 32 sinnum.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira